Sleppa leiðarkerfi
Upplýsingavefur tollstjóra
Textahamur - breyta lit á letri og bakgrunniUpplýsingarVeftréPrentaMinnka leturStækka leturLokuð svæðienglish

Allt um falsaðar vörur og hugverkarétt.Upplýsinga- og þjónustuveitan island.is (opnast í nýjum glugga)CITES - dýr og plöntur í útrýmingarhættuUpplýsingar fyrir þá sem ætla að flytja milli norræna ríkja, vinna þar eða stunda námNordisk etax - upplýsingavefur um skattamál á norðurlöndum

Tollstjóri - Barnabætur

Barnabætur

Innheimtumaður ríkissjóðs sér um útgreiðslu barnabóta. Nauðsynlegt er að gefa upp bankareikning, sem leggja má inn á.

Fylltu út neðangreint eyðublað og sendu til innheimtumanns ríkissjóðs í þínu umdæmi:

Beiðni til innheimtumanns ríkissjóðs um ráðstöfun greiðslna - einstaklingar

Barnabætur byggja á 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Barnabætur eru greiddar með börnum til 18 ára aldurs og miðast við fjölskyldustöðu 31. desember árið á undan.
Barnabætur eru tekjutengdar og ákvarðaðar af Ríkisskattstjóra í samræmi við tekjur á skattframtali. Fyrirframgreiðsla barnabóta er 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðast út 1. febrúar og 1. ágúst. Við álagningavinnslu 1. ágúst er fyrirframgreiðslan dregin frá álögðum barnabótum. Eftirstöðvar eru greiddar út 1. ágúst og 1. nóvember. Ef um ofgreiðslu í fyrirframgreiðslu er að ræða er mismunurinn innheimtur á sömu gjalddögum.


Lög nr. 90/2003 um tekjuskatt
Reglugerð nr. 555/2004 um greiðslu barnabóta
Skattar og gjöld einstaklinga - þarftu að borga - áttu inni?Staðan þín - skoðaðu greiðslustöðu þína á þjónustusíðu RSKVefur ríkisskattstjóraNordisk etax - upplýsingavefur um skattamál á norðurlöndumRíkiskassinn.is vefur um peningana okkar