Fríðindameðferð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fríðindameðferð

Með fríðindameðferð er átt við að innflytjandi geti við innflutning vöru sótt um lækkun eða niðurfellingu tolla og í sumum tilfellum annarra gjalda.

  • Sækja þarf um fríðindameðferð áður en tollafgreiðsla fer fram
  • Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að fá fríðindameðferð
  • Að baki fríðindameðferð eru undantekningalaust heimildir í lögum og reglugerðum

Þegar talað er um fríðindameðferð á vöru í tengslum við fríverslunarsamninga er átt við að tollur sé felldur niður af vörunni við innflutning, svo framarlega sem varan falli undir vörusvið viðkomandi fríverslunarsamnings, henni fylgi fullgildar upprunasannanir og hún uppfylli önnur skilyrði viðkomandi fríverslunarsamnings. Þess ber að gæta að þessar reglur um fríverslunarsamninga gilda eingöngu um niðurfellingu tolla en ekki annarra gjalda.

Til baka

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir