Farmverndaráætlanir - fyrstu skref


 

  1. Forráðamaður tengist heimasvæði sínu á vef farmverndar.

  2. Í valrönd er valinn liðurinn Farmverndaráætlanir.

  1. Nú birtist yfirlit yfir farmverndaráætlanir fyrirtækisins. Smellt er á tengilinn breyta  aftast í línunni.

  2. Nú opnast grunnáætlunin. Forráðamaður svarar öllum spurningum í áætluninni og sendir hana svo rafrænt  til Tollstjórans í Reykjavík.

  3. Áður en forráðamaður byrjar að fylla farmverndaráætlunina út, er eindregið mælt með því að hann smelli strax hér til að opna, lesa og eftir atvikum að prenta út sérstakt skjal (pdf skjalasnið) með nánari leiðbeiningum um farmverndaráætlanir í tölvukerfi farmverndar.