Greiðsluáætlanir

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Greiðsluáætlanir

Með greiðsluáætlun eru vanskil innheimt á lengri tíma og því léttist greiðslubyrði gjaldanda. Hagsmunum ríkissjóðs er einnig þjónað þar sem undirskrift greiðsluáætlunar rýfur fyrningu kröfunnar. Þjónustufulltrúar á 5. hæð á Tryggvagötu 19 aðstoða gjaldendur við gerð greiðsluáætlunar.

Greiðsluáætlanirnar eru einhliða greiðsluáætlanir gjaldanda við Tollstjórann. Gegn því að gjaldandi sýni raunverulegan greiðsluvilja er hægt að koma í veg fyrir frekari innheimtuaðgerðir af hálfu Tollstjóra.

Lögboðnir dráttarvextir halda samt sem áður áfram að reiknast á kröfur í greiðsluáætlun. Allar greiðsluáætlanir miða við að greitt sé meira heldur en vextina í hverjum mánuði. Greiðsluáætlun hefur ekki áhrif á á skuldajöfnun vaxtabóta, barnabóta eða hvers konar inneigna sem kunna að myndast í skattkerfinu þar með talið virðisaukaskattsinneigna.

Hægt er að setja upp greiðsluáætlun við eftirfarandi aðstæður:

Launaafdráttur

Þegar launagreiðandi hyggst taka allt að 75% af útborguðum launum að kröfu tollstjóra.

Um opinber gjöld sem eru ekki komin í innheimtu.

Álagning ársins hefur ekki verið greidd að fullu fyrir áramót og gjöldin ekki komin í fjárnámsboðun.

Eftir viðtöku greiðsluáskorunar vegna makainnheimtu eða dánarbús.

Greiðsluáskorun send til maka vegna skuldar á opinberum gjöldum eða til lögerfingja vegna dánarbús í einkaskiptum.

Eftir árangurslaust fjárnám.

Árangurslaust fjárnám hefur verið tekið hjá sýslumanni að beiðni tollstjóra. Árangurslaust fjárnám er undanfari gjaldþrotaskipta. Ef sett er upp greiðsluáætlun, er hægt að koma í veg fyrir skráningu á vanskilaskrá Creditinfo Íslandl á meðan staðið er við greiðslur og hún er í gildi.

Eftir fjárnám í eign.

Tekið hefur verið fjárnám í eign að beiðni tollstjóra og ekki búið að senda út nauðungarsölubeiðnina. Hægt er að vera með greiðsluáætlun vegna fjárnáms í eign í 6 til 8 mánuði, eftir það fer nauðungarsölubeiðnin út.

Vegna lokunaraðgerða í kjölfar skulda á vörsluskatti.

Vörsluskattur er helst staðgreiðsla, tryggingagjald og virðisauki auk annarra gjalda.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir