Skil launaafdráttar

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Skil launaafdráttar

Lögum samkvæmt er innheimtumanni heimilt að krefja vinnuveitanda um að halda eftir allt að 75% af heildarlaunagreiðslum til launþega hverju sinni vegna skuldar í þing- og sveitarsjóðsgjöldum. Tryggja skal að launþegi haldi eftir 25% af heildarlaunagreiðslu.

Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs ber launagreiðendum skylda til að draga skatta og gjöld af launum launþega og skila til viðkomandi innheimtumanns. Launagreiðandi ber sjálfskuldarábyrgð á greiðslu kröfunnar sem hann er krafinn um. Í sjálfsskuldarábyrgð felst að hægt er að ganga á launagreiðanda til greiðslu þess fjár sem honum bar að halda eftir af launum launþega síns.

Geri launþegi skriflega greiðsluáætlun um lækkun launafdráttar hjá innheimtumanni ríkissjóðs ber launagreiðanda að draga af launum launþega í samræmi við greiðsluáætlunina.

Síðast uppfært/breytt september 2017

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir