Farmvernd

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Farmvernd

farmvernd.tollur.is

 

Helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar farið er inn í kerfið í fyrsta sinn.

 

 

Innskráning í farmverndarkerfið og aðrar þjónustugáttir er undir lás hnappnum  efst á öllum síðum. 

Þann 1. júlí 2004 tóku gildi breytingar á samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um öryggi mannslífa á hafinu, SOLAS (Safety of Life at Sea), sem gerðar voru á fundi stofnunarinnar í London í desember 2002. Einnig var staðfestur nýr viðauki við samþykktina um skipa- og hafnavernd, ISPS (International Ship and Port Facility Security Code).

Til þess að fullnægja þeim skuldbindingum, sem íslensk stjórnvöld hafa tekist á hendur með því að gerast aðilar að þessum alþjóðasamþykktum, lagði samgönguráðherra fram frumvarp til laga á Alþingi um siglingavernd númer 50/2004, sem tóku gildi 1. júlí 2004. Í lögum þessum er gert ráð fyrir því að tollayfirvöld fari með veigamikið hlutverk í siglingavernd, þ.e. að þau annist farmvernd lagana. Með farmvernd er átt við fyrirbyggjandi ráðstafanir til verndunar farms gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.

Samkvæmt lögunum setti Tollstjóri reglur um farmvernd og eru þær númer 141/2010

Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum hinn 11. september 2001 fór fram stefnumótunarvinna innan Alþjóðatollastofnunarinnar sem m.a. miðaði að því að ákveða þátttöku tollayfirvalda aðildarríkjanna í öryggisgæslu vegna vöruflutninga milli landa. Í því sambandi sendi stofnunin frá sér ályktun um öryggi í öllum flutningum í heiminum, SCS (Supply Chain Security) sem felur í sér öryggisráðstafanir allt frá pökkun vöru og þar til varan er losuð á áfangastað.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir