Tollalínan

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Tollalínan

Innskráning í tollalínuna og aðrar þjónustugáttir Tollstjóra er undir lás hnappnum  efst á öllum síðum.

Tollalínan er sniðin er að þörfum fyrirtækja í inn- og útflutningi. Með kerfinu er hægt að kalla fram margvíslegar upplýsingar, sem tengjast fyrirtækinu í tollafgreiðslukerfi Tollstjóra.

Hér er hægt að sækja um aðgang að Tollalínunni.

Meðal annars er hægt að sækja:

  • Upplýsingar um vörusendingar fyrirtækisins og stöðu þeirra í tollafgreiðsluferli.
  • Afgreiðslu og skuldfærsluheimildir fyrirtækisins.
  • Lista yfir afgreiddar tollskýrslur á ákveðnu tímabili.
  • Lista yfir skuldfærð aðflutningsgjöld og gjalddaga þeirra.
  • Lista yfir skuldastöðu aðflutningsgjalda. 

Veftollskráin er hluti Tollalínu kerfisins. Hægt er að leita í tollskránni að tollskrárnúmerum eða texta og kalla fram upplýsingar um tolla og gjöld auk upplýsinga um leyfi, bönn og fleira sem tengist tollskrárnúmeri. Þar er jafnframt hægt að reikna aðflutningsgjöld á einstök tollskrárnúmer.

Tollskráin er öllum opin án endurgjalds, en aðgangur að Tollalínu er seldur samkvæmt gjaldskrá.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir