VEF-tollafgreiðsla

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

VEF-tollafgreiðsla

veftollafgreidsla.tollur.is 

Ný útgáfa af veftollafgreiðslukerfinu fyrir innflutning var opnuð 15. október 2019

Eldra kerfi hefur verið lokað

  • Forráðamenn fyrirtækja og rekstraraðila þurfa að gefa starfsmönnum sínum umboð til þess að nota kerfið fyrir hönd fyrirtækisins með umboðkerfi island.is 

  • Þegar starfsmaður hefur fengið umboð skráir hann sig inn með því að nota sama kort með persónulegu rafrænu skilríki og notað var með eldra kerfi. Jafnframt er hægt að nota aðrar auðkenningarleiðir sem island.is býður uppá svo sem rafræn skilríki í farsíma.

Á þessari síðu eru upplýsingar um hvernig á að tengjast nýja kerfinu og veita umboð

Hjálparsíður og leiðbeiningar

 

Sjá einnig frétt dagsetta 30. september.

 

Kerfið er í þróun og stöðugum umbótum vinsamlega sendið ábendingar um það sem ykkur finnst mega bæta á vefur@tollur.is.

Með VEF-tollafgreiðslu geta fyrirtæki og einstaklingar sem stunda innflutning í atvinnuskyni framkvæmt rafræna tollafgreiðslu á vefnum. Með kerfinu má senda inn tollskýrslur og nálgast yfirlit yfir þær og tollafgreiðslu þeirra, en jafnframt er hægt að sækja þangað ýmsar upplýsingar eins og t.d. kvittun fyrir skuldfærslu aðflutningsgjalda. 

VEF-tollafgreiðsla er ekki tengd viðskiptahugbúnaði skýrslugjafa eins og SMT-tollafgreiðsla. Sömu kröfur eru gerðar til SMT- og VEF-leyfishafa um vörslu og aðgengi tollyfirvalda að tollskjölum í vörslu skýrslugjafa.

Innskráning í VEF-tollafgreiðslu og aðrar þjónustugáttir er undir lás hnappnum  efst á öllum síðum.

 

Einföld slóð á þessa siðu er:https://www.tollur.is/vef-tollafgreidsla

 

Eyðublöð:

Umsókn um SMT- eða VEF tollafgreiðslu

 

Upplýsingar um eldri útgáfu veftollafgreiðslukerfisins eru hér


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir