Tollflokkun ökutækja

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollflokkun ökutækja

87.03

Undir þennan vörulið falla vélknúin ökutæki af ýmsum tegundum (þmt vélknúin ökutæki fyrir láð- og lög) sem hönnuð eru til fólksflutninga; liðurinn tekur hins vegar ekkitil vélknúinna ökutækja sem nefnd eru í vörulið 87.02. Ökutæki sem falla undir þennan vörulið geta verið með hreyfla af hvaða tegund sem er (stimplibrunahreyfil, rafmagnshreyfil, gashverfilhreyfil o.s.frv.)

-Þessi vöruliður tekur einnig til léttra þriggja hjóla ökutækja einfaldrar gerðar, svo sem:

-Þeirra sem búin eru bifhjólahreyfli og hjólum o.s.frv. sem vegna vélrænnar uppbyggingar sinnar hafa til að bera eiginleika hefðbundinna bifreiða, þ.e.a.s. stýrisbúnaði þeirrar tegundar sem notaður er í bifreiðum eða bæði bakkgír og mismunardrif;

-Þeirra sem áfest eru á T-laga undirvagn, þar sem afturhjólin bæði tvö eru drifin af aðgreindum rafmagnshreyflum sem knúnir eru af rafgeymi. Þessum ökutækjum er almennt stýrt með einni miðlægri stýrisstöng sem ökumaður notar til að ræsa, auka hraða, hemla, stöðva og bakka ökutækinu, sem og til að stýra því til hægri eða vinstri með því að beita mismunarvægi á drifhjól eða með því að snúa framhjóli.

Undir þennan vörulið falla bæði hjóla- og beltaökutæki.

Þessi vöruliður felur einnig í sér:

1) Bifreiðar (t.d. límúsínur, leigubíla, sportbíla og kappakstursbíla)

2) Sérhannaðar flutningabifreiðar svo sem sjúkrabifreiðar, fangaflutningabifreiðar og líkvagna

3) Húsbíla, ökutæki til flutninga á fólki, sérútbúin til búsetu (með svefn-, eldunar- og baðaðstöðu o.s.frv.)

4) Ökutæki sérhönnuð til aksturs í snjó (t.d.vélsleðar)

5) Golfbílar og viðlíka ökutæki

6) Vélknúin ökutæki á fjórum hjólum á grindarundirvagni með stýriskerfi bifreiðar (t.d. stýriskerfi byggt á Ackermann lögmálinu).

Hvað þennan vörulið varðar er merking hugtaksins „skutbifreið" bifreiðar sem hafa að hámarki sætarými fyrir níu manns (þ.m.t. ökumaður) og þar sem hægt er að nýta innra rými til flutninga á bæði fólki og vörum án breytinga á formgerð/innri gerð ökutækisins.

Flokkun ákveðinna ökutækja undir þenna vörulið ákvarðast af tilteknum einkennum sem benda til þess að ökutækið sé einkum hannað til flutninga á fólki frekar en á vörum (vöruliður 87.04). Þessi einkenni koma sérstaklega vel að notum við flokkun ökutækja sem almennt eru með brúttóþyngd undir 5 tonnum og er með einu lokuðu innra rými sem felur í sér svæði fyrir ökumann og farþega og annað rými sem hægt er að nýta til flutninga á bæði fólki og vörum. Í þennan flokk falla einnig ökutæki sem almennt eru þekkt sem „fjölnota" ökutæki (t.d. sendiferðabílar og viðlíka, jeppar og jepplingar [sports utility vehicles], sumar tegundir pallbíla). Eftirfarandi einkenni eru leiðbeinandi varðandi þá hönnunareiginleika sem almennt eiga við þau ökutæki sem falla undir þennan lið:

a) Föst sæti með öryggisbúnaði (t.d. sætisbelti eða festur og tengihlutir vegna ísetningar sætisbelta) fyrir hvern einstakling eða varanlegar festur og tengihlutir til uppsetningar sæta og öryggisbúnaðar í afturhluta, bak við svæði fyrir ökumann og farþega í framrými; slík sæti geta verið föst, samleggjanleg (fold away), laus frá festum eða hægt að brjóta þau saman (collapsible);

b) Bakgluggar á báðum hliðarþiljum;

c) Hurð eða hurðir með gluggum annað hvort á bak- eða hliðarþiljum sem opnast annað hvort á rennu eða með því að lyftast upp eða hreyfast til hliðanna;

d) Ekkert varanlegt þil eða skilrúm á milli svæðis sem ætlað er fyrir bílstjóra og farþega í framrými annars vegar og bakrýmis hins vegar sem nota má til flutninga á bæði farþegum og vörum;

e) Allt innra rými bifreiðarinnar búið þægindabúnaði og allur frágangur og fylgihlutir á þann hátt sem vaninn er í farþegarýmum ökutækja (t.d. gólfteppi, loftræsting, ljós að innan, öskubakkar).

Ökutæki sérhönnuð til nota í skemmtigörðum t.d. „klessubílar" (dodge´em cars) eru flokkuð  undir lið 95.08

 

87.04

Þessi vöruliður tekur einkum til:

Venjulegra vöruflutningabifreiða ( vörubifreiða [trucks]) og sendibifreiða (flatra, með yfirbreiðslu, lokaðra o.s.frv.); sendiferðabíla (delivery trucks and vans) af öllum gerðum, flutningsbifreiða; vöruflutningabíla með sjálfvirkum losunarbúnaði (vörubifreiðar með sturtupalli o.s.frv.); tankbifreiðar (með eða án dælu); kæli-, frysti- eða einangraðar flutningabifreiða; vöruflutningabifreiðar á mörgum hæðum ætlaðra til flutninga á sýru í kútum, bútanhylkjum o.s.frv.; þungar vöruflutningabifreiðar með grind á hjörum og hleðsluramp fyrir flutninga á tönkum, lyfti- og graftarbúnaði, rafspennubreytum o.s.frv.; vöruflutningabifreiðar sérútbúnar til flutninga á nýrri steypu, aðrar en bifreiðar með steypuhrærivél sem falla undir lið 87.05; sorphirðubifreiðar með eða án búnaðar til fermingar, þjöppunar, deyfingar o.s.frv.

Flokkun ákveðinna ökutækja undir þennan vörulið er ákveðin vegna ákveðinna eiginleika sem gefa til kynna að ökutækið sé hannað til flutninga á vörum frekar en til farþegaflutninga (vöruliður 87.03). Þessir eiginleikar eru einkum hjálplegir við að ákarða flokkun vélknúinna ökutækja, almennt eru ökutæki sem skilgreind eru með brúttóþyngd undir 5 tonnum annað hvort með aðskilið afturrými eða opinn pall sem almennt er notaður til flutninga á vörum. Þau geta haft í afturrými sæti sem líkjast bekkjum, eru án sætisbelta eða festa fyrir þau og þæginda fyrir farþega, leggjast flöt upp að veggjum til að tryggja fulla nýtingu afturrýmis eða palls til vöruflutninga. Í þennan flokk vélknúinna ökutækja fellur það sem almennt er nefnt „fjölnota" ökutæki (t.d. ökutæki af tegund sendibíla, pallbíla og ákveðnar tegundir jeppa eða jepplinga [sports utility vehicles]). Eftirfarandi einkenni eru leiðbeinandi varðandi þá hönnunareiginleika sem almennt eiga við þau ökutæki sem falla undir þennan vörulið:

a) Sæti sem líkjast bekkjum, án öryggisbúnaðar (t.d. sætisbelti eða festur og tengihlutir vegna ísetningar sætisbelta)og þæginda fyrir farþega í afturhluta, bak við svæði fyrir ökumann og farþega í framrými. Slík sæti eru almennt samleggjanleg (fold away) eða hægt að brjóta þau saman (collapsible) til að tryggja fulla nýtingu afturrýmis eða palls til vöruflutninga;

b) Aðgreint rými fyrir ökumann og farþega og aðgreindur opinn pallur með hliðarþiljum og gafl á hjörum sem opnast niður á við (pallbílar);

c) Engir gluggar á hvorugu hliðarþili; hurð eða hurðir án glugga annað hvort á bak- eða hliðarþiljum sem opnast annað hvort á rennu eða með því að lyftast upp eða hreyfast til hliðanna vegna fermingar og affermingar á vörum (vöruflutningabifreiðar);

d) Varanlegt þil eða skilrúm á milli svæðis sem ætlað er fyrir bílstjóra og farþega í framrými annars vegar og bakrýmis hins vegar;

e) Innra rými hvorki búið þægindabúnaði né þeim frágangi og fylgihlutum sem vaninn er í farþegarýmum ökutækja (t.d. gólfteppi, loftræsting, ljós að innan, öskubakkar).

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir