EFTA og HK, Kína
Þann 1. október 2012 taka gildi fríverslunarsamningur EFTA við Hong Kong, Kína og tvíhliða samningur Íslands og Hong Kong, Kína um viðskipti með landbúnaðarvörur sem og fríverslunarsamningur EFTA við Svartfjallaland og tvíhliða samningur Íslands og Svartfjallalands um viðskipti með landbúnaðarvörur.
Með ályktun alþingis frá 16. maí 2012 var ríkisstjórninni veitt heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss) og Hong Kong, Kína. Samningur þessi hefur nú verið fullgiltur af samningsaðilum.
Samningaviðræður EFTA-ríkjanna við Hong Kong, Kína, sem hófust í janúar 2010, lauk í júní 2011.
Samningurinn nær fyrst og fremst til vöruviðskipta en samkvæmt honum falla tollar niður á iðnaðarvörum og sjávarafurðum þegar við gildistöku samningsins. Jafnframt munu samningsaðilar lækka eða fella niður tolla af ýmsum unnum landbúnaðarvörum.
Auk fríverslunarsamningsins hafa Ísland og Hong Kong gert tvíhliða samning um viðskipti með ýmsar landbúnaðarvörur.
Samningana við Hong Kong, Kína og upplýsingar um þá er að finna hér (pdf)
Með ályktun alþingis frá 16. maí 2012 var ríkisstjórninni veitt heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss) og Svartfjallalands. Samningur þessi hefur nú verið fullgiltur af samningsaðilum.