EFTA og Svartfjallaland

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

EFTA og Svartfjallaland

Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna við Svartfjallaland, sem hófust í apríl 2011, lauk í nóvember 2011.

Samningurinn nær fyrst og fremst til vöruviðskipta en samkvæmt honum falla tollar niður á iðnaðarvörum  og sjávarafurðum þegar við gildistöku samningsins með þeirri undantekningu að Svartfjallalandi er veitt undanþága fyrir viðkvæman fisk og sjávarafurðir í samræmi við viðauka III. Fyrir flestar þessara vara skal tollur afnuminn stig af stigi til ársins 2018. Fyrir tíu tollskrárnúmer, þar sem undir falla fiskur og sjávarafurðir er ekki áætlað að tollur verði felldur niður að fullu, en endurskoðun skal eiga sér stað innan þriggja ára frá gildistöku samningsins.

Upprunareglur og fyrirkomulag á samvinnu stjórnvalda eru byggðar á samræmdum upprunareglum fyrir Pan-Euro-Med-samkomulagið (Regional Convention), sem leiðir af sér að samsetning og uppsöfnun uppruna mun verða heimil með hráefnum sem eiga uppruna sinn í EFTA-löndunum, Svartfjallalandi og öðrum löndum sem aðild eiga að Pan-Euro-Med-samningnum þegar sambærilegir samningar hafa verið gerðir milli Svartfjallalandsog annarra aðildarlanda.

Auk fríverslunarsamningsins hafa Ísland og Svartfjallaland gert tvíhliða samning um viðskipti með ýmsar landbúnaðarvörur.

Upplýsingar um samninginn við Svartfjallaland á íslensku

Á vef EFTA eru ítarlegar upplýsingar um fríverslunarsamninga samtakanna og nýjustu breytingar á þeim.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir