Endurgreiðsla VSK

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Endurgreiðsla VSK

Í lögum um virðisaukaskatt er gert ráð fyrir því að í tilteknum tilvikum sé virðisaukaskattur endurgreiddur vegna innlendra viðskipta.  Til dæmis er gert ráð fyrir því að sveitarfélögum sé í vissum tilvikum endurgreiddur virðisaukaskattur.  Skatturinn sér um framkvæmd ákveðinna endurgreiðslna vegna viðskipta sem átt hafa sér stað innanlands fyrir hönd Ríkisskattstjóra.  Þannig sér embættið um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til björgunarsveita, slökkviliða og gjafa sem gefnar eru til líknarmála.  Heimildir fyrir endurgreiðslu á virðisaukaskatti er að finna í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna brunavarna

Með lögum nr. 69/2012 um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um að Skatturinn skuli endurgreiða sveitarfélögum og stofnunum eða félögum alfarið í þeirra eigu sem sinna lögbundnu hlutverki sveitarfélags á sviði brunavarna, brunamála eða mengunarvarna virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á þeim ökutækjum og tækjabúnaði sem tilgreind eru í greininni.

Í framkvæmd hafa mótast ákveðnar reglur varðandi endurgreiðslur virðisaukaskatts sem hafðar hafa verið til hliðsjónar af Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna endurgreiðslna til sveitarfélaga eða slökkviliða á þeirra vegum. Í lögunum er að finna sambærilegar reglur þar sem talin eru upp í fimm töluliðum þau ökutæki og tækjabúnaður sem geta fallið undir ákvæðið,  m.a. bifreiðar, tækjabúnaður, hlífðarfatnaður o.fl. sem nauðsynlegur er vegna slökkvistarfa.

Í lögunum kemur fram að fjarskiptabúnaður fyrir slökkvilið svo sem boðtæki, talstöðvar og farsímar skuli falla undir ákvæðið. Eingöngu er um að ræða fjarskiptabúnað sem nauðsynlegur er vegna slökkvistarfa eða mengunarvarna og fellur fjarskiptabúnaður til annarra starfsmanna sveitarfélaga en þeirra sem sinna lögbundnum slökkvistörfum eða mengunarvörnum á vegum sveitarfélags því ekki undir ákvæðið. 

Skilyrði endurgreiðslu er að seljandi vöru eða þjónustu sé skráður á virðisaukaskattskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.  

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir