Tollflokkun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollflokkun

Athygli er vakin á mikilvægi þess að vanda vel til tollflokkunar, einnig er vakin athygli á því réttaröryggi sem innflytjendum er boðið upp á með möguleikanum um að óska bindandi álits um tollflokkun vöru.

Ef tollflokkun er rétt tryggir það:

Sé tollflokkun röng er hætta á að:

  • Fyrirtæki verði gert að greiða aukin aðflutningsgjöld við endurákvörðun auk dráttarvaxta frá tollafgreiðsludegi vörunnar
  • Tollafgreiðsla vörunnar kann að tefjast
  • Hugsanlegt er að varan verði gerð upptæk og fyrirtækinu gert að greiða sekt

Fyrirtæki sem sendir Skattinum að­flutnings­skýrslu um vöru með ramma­skeyti um gagna­flutnings­net vegna SMT-/VEF-toll­af­greiðslu ber ábyrgð á því að upp­lýsingar, sem þar eru veittar, séu réttar.  Það sama á við afhendi fyrirtækið skriflega aðflutningsskýrslu eða veiti upplýsingar með öðrum hætti vegna tollafgreiðslu vöru. 

Enn fremur ber hann ábyrgð á að um sé að ræða allar þær upp­lýsingar sem eiga að koma fram vegna toll­af­greiðslunnar og að þær séu byggðar á þeim toll­s­kjölum sem hefði átt að leggja fram með að­flutnings­skýrslu ef vöru hefði ekki verið ráð­stafað til SMT-toll­af­greiðslu. 

Til að tollflokka vörur er nauðsynlegt að nota tollskrána.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir