2. kafli
2.1 Almenn atriði um fríverslunarsamninga – tvíhliða og marghliða samningar
2.2 Fríverslunarsamningar sem Ísland á aðild að
2.1 Almenn atriði um fríverslunarsamninga – tvíhliða og marghliða samningar
Það er mikilvægt að athuga hvaða ríki eru aðilar að hverjum samningi fyrir sig. Samningarnir gilda aðeins á milli þeirra ríkja sem eru aðilar að þeim. Þau ríki sem ekki eru aðilar að samningi eru nefnd þriðju ríki m. t. t. þess samnings.
Það er unnt að skipta þeim fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að í tvo flokka, marghliða og tvíhliða samninga. Aðilar að marghliða samningum eru fleiri en tveir. Nokkrir marghliða samningar hafa verið gerðir á milli EFTA-ríkjanna annars vegar og einstakra ríkja hins vegar. Samningar EFTA-ríkjanna við Tyrkland, Lettland, Litháen, o.s.frv. eru dæmi um marghliða samninga. Tvíhliða samningur er samningur á milli tveggja ríkja, sbr. til dæmis fríverslunarsamning á milli Íslands og Grænlands frá 1985.
Bæði tvíhliða og marghliða fríverslunarsamningar eru byggðir á meginreglunni um gagnkvæmni. Báðir eða allir samningsaðilar njóta góðs af ákvæðum um tollfríðindi við útflutning til annars samningsaðila. Þetta þarf þó ekki að þýða að samningarnir geti ekki verið ósamhverfir, þ.e. einn samningsaðilinn veitir t.d. tiltekinni vöru tollfrelsi (0%) frá gildistöku samningsins en annar samningsaðili lækkar tolla af sömu vöru í áföngum.
2.2 Fríverslunarsamningar sem Ísland á aðild að
Í þessum kafla er fríverslunarsamningum sem Ísland á aðild að skipt í þrjá flokka. Fyrstir eru taldir samningar Íslands við Evrópubandalagið. Í næsta flokki er samningurinn um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og fríverslunarsamningar EFTA við ýmis ríki. Að lokum er minnst á tvíhliða samninga Íslands við Grænland og Færeyjar um fríverslun.
2.2.1 Samningar við Evrópubandalagið
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992 og tók gildi gagnvart Íslandi hinn 1. janúar 1994, sbr. auglýsingu nr. 31 frá 1993.
EFTA-samningurinn og Fríverslunarsamningur Íslands og Evrópubandalagsins frá 1972 halda gildi sínu þrátt fyrir tilkomu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þau tollfríðindi sem tryggð eru með fyrrnefndu samningunum halda gildi sínu ef samsvarandi fríðindi eru ekki áskilin í EES-samningnum, sbr. 120. gr. hans.
2.2.2 Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) og samningar þess við önnur ríki
-
- Samningur um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu - EFTA [4], 1970
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Tyrklands [5], 13. júlí 1992
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékklands [6], 1. janúar 1993
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Slóvakíu [7], 1. janúar 1993
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísrael [8], 1. ágúst 1993
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Póllands [9], 1. sept. 1994 [10]
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Rúmeníu [11], 1. júní 1994
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Búlgaríu [12], 1. júní 1994
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ungverjalands [13], 1. júní 1994
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Slóveníu [14], 1. september 1998
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lettlands [15], 1. júní 1996
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Litháen [16], 1. janúar 1997
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Eistlands [17], 1. október 1997
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Marokkó [18], 1. desember 1999
- Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna[19], óráðin
2.2.3 Tvíhliða samningar Íslands
[1] Evrópubandalagið nær til eftirtalinna 15 ríkja: Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Bretlands, Írlands, Danmerkur, Grikklands, Spánar, Portúgals, Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis.
[2] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993.
[3] EES-samningurinn nær til eftirtalinna 18 ríkja: Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Bretlands, Írlands, Danmerkur, Grikklands, Spánar, Portúgals, Svíþjóðar, Finnlands, Austurríkis, Liechtenstein, Noregs og Íslands. Þá skal þess getið að EES-samningurinn nær til Jan Mayen en ekki Svalbarða.
[4] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 7/1970.
[5] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 15/1992.
[6] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 22/1992 og aug. í B-deild Stjórnartíðinda nr. 73/1993.
[7] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 22/1992 og aug. í B-deild Stjórnartíðinda nr. 73/1993.
[8] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 10/1993.
[9] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 8/1993 og aug. í B-deild Stjórnartíðinda nr. 319/1994.
[10] Bráðabirgðagildistaka 15. nóvember 1993.
[11] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 3/1995 og aug. í B-deild Stjórnartíðinda nr. 320/1994.
[12] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 2/1995 og aug. í B-deild Stjórnartíðinda nr. 321/1994.
[13] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 1/1995 og aug. í B-deild Stjórnartíðinda nr. 322/1994.
[14] Óbirtur. Sjá aug. í B-deild stjórnartíðinda nr. 228/1996
[15] Óbirtur.
[16] Óbirtur.
[17] Óbirtur.
[18] Óbirtur. Sjá aug. í B-deild stjórnartíðinda nr. 813/1999.
[19] Óbirtur.
[20] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 1/1985.
[21] Sjá C-deild Stjórnartíðinda nr. 12/1993.
[22] Bráðabirgðagildistaka 1. september 1992.
Sjá einnig: Fríverslunarsamninga á vef utanríkisráðuneytisins og fríverslunarsamninga EFTA