Viðauki I

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Viðauki I

Leiðbeiningar við útfyllingu EUR1.-flutningsskírteinis

Reitur Leiðbeiningartexti
Nr. 1 Nafn og heimilisfang útflytjanda
 
Nr. 2 Í þessum reit skal tilgreina það land eða lönd, s.s. Evrópubandalagið, sem eru aðilar að viðeigandi samningi sem krafa um fríðindameðferð er byggð á og vara er flutt til.
 
Nr. 3 Útfylling í reit 3 er valkvæð. Það ber þó að rita nafn og heimilisfang viðtakanda sendingarinnar í reitinn ef hann er kunnur þegar varan er flutt út.
 
Nr. 4 Í þessum reit skal tilgreina upprunaland vörunnar eða upprunalönd hennar samkvæmt ákvæðum viðeigandi fríverslunarsamnings. Þegar vara nýtur fríðindameðferðar með vísan til ákvæða EES-samningarins er varan sögð af EES-uppruna. Samkvæmt öðrum fríverslunarsamningum er upprunalandið tilgreint.
 
Nr. 5 Í þennan reit er sett ákvörðunarland vörunar, s.s. Pólland, Noregur eða Danmörk, eða ákvörðunarlönd eða yfirráðasvæði, s.s. Evrópubandalagið.
 
 

Aftur upp

Nr. 6 Útfylling í reit 6 er valkvæð. Það má setja upplýsingar um flutningsfarið í reitinn, t.d. nafn þess og númer, o.fl.
 
Nr. 7 Þennan athugasemdarreit skal nota í eftirfarandi tilvikum:

Hafi EUR.1-flutningsskírteini verið stolið, það glatast eða eyðilagst, getur útflytjandinn sótt um nýtt skírteini tiltollyfirvalds, sem er staðfest eftirrit af áður útgefnu skírteini. Útgáfudagur eftirritsins er hinn sami og upphaflega skírteinisins. Þegar svona háttar er orðið "EFTIRRIT" eða tilsvarandi orð á tungumálum annarra samningsaðila fært í reit 7.

Hafi EUR.1-flutningsskírteini ekki verið gefið út þegar vara var flutt út, vegna mistaka, yfirsjónar eða sérstakra kringumstæðna getur útflytjandi sótt um útgáfu flutningsskírteinis eftir á til tollyfirvalds. Sama gildir ef sýnt er fram á það með fullnægjandi hætti að EUR.2-skírteini hafi verið gefið út en ekki viðurkennt í innflutningslandinu af tæknilegum ástæðum. Í þessum tilvikum eru orðin "ÚTGEFIÐ EFTIRÁ" færð í reit 7.
 
Nr. 8 Vörunúmer (item number)
Upprunarvörurnar á skírteininu skulu taldar upp í réttri númeraröð, þ.e. 1, 2, 3 ...

Merki og númer vöru
Vísað er til sama auðkennisnúmers og -merkis og tilgreint er í farmbréfi vegna vörunnar. Þegar vara er aðeins auðkennd með nafni og heimilisfangi viðtakanda skal rita í þennan reit "adr" eða "ó/m".

Fjöldi og tegund umbúða
Tegund umbúðanna má tilgreina með t.d. "stk", "tunnur", "kassar" o.s.frv. Fjöldi umbúða svara til fjölda umbúða sem skilgreindar eru sem upprunavörur í vörureikningi.

Vörulýsing
Upplýsingar um vörutegund skulu vera með almennu viðskiptaheiti vörunnar. Í reitinn á ekki að setja safnheiti, s.s. föt, búnaður, metravara, vélar, farartæki o.s.frv.
 
Nr. 9 Í þennan reit er skráð heildarþyngd í kílógrömmum eða aðra mælieiningu, s.s. str, lítra, fermetra o.s.frv.
 
 

Aftur upp

Nr. 10 Það er skylt að tilgreina númer vörureiknings þegar vísað er til hans í flutningsskírteininu.
 
Nr. 11 Þessi reitur er ætlaður tollyfirvöldum til staðfestingar á yfirlýsingu útflytjanda.
 
Nr. 12 Þessi reitur er fyrir undirritun útflytjanda eða þess sem kemur fram fyrir hans hönd til staðfestingar á yfirlýsingu um að vörurnar sem taldar eru í skírteininu fullnægi skilyrðum fyrir útgáfu þess. Yfirlýsingin skal undirrituð eigin hendi. Stimpluð eða prentuð yfirlýsing er ófullnægjandi.
 

Almennar leiðbeiningar um útfyllingu EUR..1-flutningsskírteinis (mynd af skírteininu birt síðar)

EUR.1-flutningsskíteinið skal fyllt út á einu þeirra tungumála sem eiga við samkvæmt viðeigandi fríverslunarsamningi, sjá viðauka II

Ef útflytjandi fyllir eyðublaðið út eigin hendi ber honum að nota blek og prentstafi.  Leið­réttingar skulu gerðar með því að strika yfir röngu atriðin og bæta hinum réttu við.  Það má hvorki afmá né rita yfir það sem fyrir er.  Útflytjanda ber að staðfesta allar breytingar á skírteininu með því að rita upphafsstafi sína við þær.  Tollyfirvald í útflutningslandinu staðfestir jafnframt breytingar á skírteininu þegar við á.

Aftur upp

Bakhlið umsóknar um flutningsskírteini

"Yfirlýsing útflytjanda" á bakhlið umsóknar um flutningsskírteini skal fyllt út af útflytjanda og undirrituð eigin hendi af sama aðila og undirritar yfirlýsingu útflytjanda í reit 12 á flutnings­skírteininu.

Á eftir orðunu: "tilgreini þau atvik sem ráða því að þessar vörur teljast fullnægja ofangreindum skilyrðum" getur útflytjandi lýst þeirri framleiðsluaðferð eða aðvinnslu sem varan hefur fengið á Íslandi.  Sé lýsing útflytjanda á einstaka vöru ónákvæm getur það leitt til þess að staðfesting dragist þar sem tollyfirvald gæti áður þurft að meta hvort vörurnar uppfylli í raun skilyrði þau sem sett eru um upprunavörur.  Útflytjandi kynni að þurfa að leggja fram frekari upplýsingar eða nánari skoðun vörunnar eða lagers reynst nauðsynleg.

Til þess að forðast slíkar tafir er útflytjanda heimilt að nota eftir því sem við á fjórar staðlaðar yfir­lýsingar.  Séu þær notaðar tekur útflytjandinn fulla ábyrgð á því að vörurnar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um útgáfu flutningsskírteinis.

Aftur upp

Eftirfarandi staðalyfirlýsingar má nota:

 1. "FRAMLEIÐSLUVARAN ER AÐ ÖLLU LEYTI FENGIN INNAN EES".
  Nota skal þessa yfirlýsingu vegna jarðefna eða afurða, sem hafa öðlast upprunaréttindi vegna þess að þær eru framleiddar úr framleiðsluvöru eða efni sem telst upprunnið innan EES samkvæmt 3. gr. bókunar 4.
 2. "FRAMLEIÐSLUVARAN HEFUR FENGIÐ NÆGILEGA AÐVINNSLU INNAN EES".
  Nota skal þessa yfirlýsingu vegna framleiðsluvara sem öðlast hafa EES-uppruna við nægilega aðvinnslu í samræmi við kröfur í aðvinnsluskrá, sbr. 5. gr. bókunar 4 við EES-samninginn og II. viðbæti við bókunina.
 3. "FRAMLEIÐSLUVARAN HEFUR FENGIÐ AÐVINNSLU INNAN EES MEÐ NOTKUN ............-UPPRUNAVARA".
  Nota skal þessa yfirlýsingu vegna framleiðsluvara sem hafa öðlast EES-uppruna að lokinni aðvinnslu og byggt hefur verið á reglunni um uppsöfnun uppruna.
 4. "FRAMLEIÐSLUVARAN ER ENDURÚTFLUTT FRÁ ÍSLANDI Í ÓBREYTTU ÁSTANDI EÐA EFTIR ÓFULLNÆGJANDI AÐVINNSLU. UPPRUNALAND:
  Nota skal þessa yfirlýsingu vegna EES-upprunavara sem endurútfluttar eru frá Íslandi í óbreyttu ástandi eða eftir ófullnægjandi aðvinnslu á Íslandi.  Hvað telst ófullnægjandi aðvinnsla í þessu sambandi er nánar lýst í 6. gr. bókunar 4 við EES-samninginn.

Aftur upp

Ekki þarf að skrá neitt undir liðnum: "legg fram eftirfarandi gögn þessu til stuðnings" ef einhver framangreindra yfirlýsinga er notuð.

Hafi yfirlýsing sem tilgreind er í 3. eða 4. lið verið notuð verður útflytjandi að geta sannað fyrir tollyfirvaldi að viðkomandi framleiðsluvara eða efni hafi áður verið flutt inn samkvæmt upprunasönnun (flutningsskírteini, yfirlýsingu á vörureikningi, yfirlýsingu undirbirgis eða birgis).

Yfirlýsing skal undirrituð af þeim sem umboð hefur til þess frá ábyrgðaraðila fyrirtækis. Það skal vera sá sami og undirritar yfirlýsingu í reit 12 á flutningsskírteininu.  Með undirskrift þessari skuldbindur útflytjandi sig til þess að leggja fram, ef þess verður krafist af tollyfirvöldum, öll frekari sönnunargögn sem þau kunna að telja nauðsynleg til að flutningskírteinið verði gefið út, svo og til að samþykkja að tollyfirvöld athugi bókhald sitt og aðstæður við framleiðslu þeirra vara sem flutningsskírteinið tekur til.  Sannprófun flutningsskírteinis af hálfu tollyfirvalda getur farið fram með slembiathugun eða hvenær sem þau hafa rökstudda ástæðu til að draga í efa áreiðanleika slíkra skjala, upprunaréttindi viðkomandi framleiðsluvara eða að farið hafi verið að settum fyrirmælum samkvæmt bókun 4.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir