Tollafgreiðsla innfluttrar vöru - breytingar 1. mars 2007

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollafgreiðsla innfluttrar vöru - breytingar 1. mars 2007

Breytingar á virðisaukaskatti, vörugjöldum, tollum, úrvinnslugjöldum, tollkvótum og tollskránni 1. mars 2007 

Hér er gerð grein fyrir helstu breytingum á virðisaukaskatti, vörugjöldum, tollum, úrvinnslugjöldum, tollkvótum og tollskránni, sem taka gildi 1. mars 2007, sbr. m.a. tollskrárlykla frá tollstjóra sem notaðir eru í tollskýrslugerðarhugbúnaði fyrirtækja vegna tollafgreiðslu innfluttrar vöru. Breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru við gildistöku þeirra. Breytingarnar fela í nær öllum tilvikum í sér lækkun á framangreindum aðflutningsgjöldum. Breyting á tollskrá, sbr. lið 5 hér neðar, varðar bæði inn- og útfluttar vörur.

Vefsíða tollskrárlykla á vef tollstjóra er hér með öllum upplýsingum: 

Vefsíða tollskrár á vef tollstjóra, en þar má skoða m.a. tolla og gjöld á tollskrárnúmerum:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/tav/

Athuga að velja viðmiðunardagsetningu 1. mars 2007 ef skoða á tolla og gjöld á tollskrárnúmeri eins og þau eru í gildi þann dag.

Vefsíða Tollalínu. Hér má m.a. skoða lista yfir gildandi tolla og gjöld:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Opinn/Rammi2.htm
Smella á Tollskrá og síðan Skilmálar og velja Tollar eða Gjöld. Athuga að velja viðmiðunardagsetningu 1. mars 2007 ef skoða á tolla og gjöld eins og þau eru í gildi þann dag.

1.
Breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum.

1.1
Breytingarnar eru skv. lögum nr. 175/2006 um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Sjá hér:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=ac6bb398-6174-442e-a9ad-2f56c6e8b77a

 

1.2
Helstu breytingar eru:

  • 14% virðisaukaskattur lækkar og verður 7%. Í aðflutningsskýrslu og við tollafgreiðslu er tekinn upp nýr gjaldakódi Ö3 7% virðisaukaskattur. Ö1 14% gildir áfram t.d. þegar verið er að leiðrétta aðflutningsskýrslu (afgr. 2) vegna vöru sem tollafgreidd var fyrir 1. mars 2007, hraðsendingar sem afhentar voru fyrir þann tíma, o.fl. Ábending: Ö3 og Ö1 vsk. getur aldrei verið í sömu aðflutningsskýrslu.
  • Tollskrárnúmer sem áður báru Ö1 14% vsk. fá nú Ö3 7% vsk.
  • Allmörg tollskrárnúmer sem áður báru Ö2 24,5% vsk. fá nú Ö3 7% vsk.
  • Nokkur tollskrárnúmer sem áður báru Ö1 14% vsk. fá nú Ö2 24,5% vsk.
  • XA vörugjald (kr/kg) fellur niður af tilteknum tollskrárnúmerum.
  • XB vörugjald (8 kr/lítra) fellur alveg niður.
  • Athuga að breyting á tollskrá varð 1. janúar 2007; tollskrárnúmer í lögum nr. 175/2006 eru í nokkrum tilfellum önnur heldur en nú eru í gildi og taka breytingum vegna vörugjalda og virðisaukaskatts. Ennfremur tekur því til viðbótar gildi breyting á tollskrá 1. mars 2007, sbr. lið 4 í þessu skjali.

2.
Samkomulag Íslands við ESB um landbúnaðarafurðir. Samkomulag um almenna 40% tollalækkun á ýmsu kjöti og kjötafurðum í 2. kafla tollskrárinnar við Evrópusambandið og tollfrelsi vara í einkum 6. og 7. kafla tollskrárinnar. Samkomulagið tryggir að auki aukna gagnkvæma tollfrjálsa tollkvóta í viðskiptum með tiltekið magn landbúnaðarvara. Þetta hefur m.a. í för með sérbreytingu á B tolli , sem gildir fyrir vörur með uppruna í löndum ESB, Evrópusambandinu, skv. EUR upprunasönnun, sbr. reitur 33, fremri hluti, í aðflutningsskýrslu ebl. E1 og vísa verður til EUR upprunasönnunar í reit 14 í skýrslunni.

 

2.1
Breytingin er skv. tvíhliða samningi Íslands og ESB. Sjá hér:
http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatengt/nr/816
og ennfremur hér:
http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatengt/nr/818

 

Sjá einnig umfjöllun í Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis:
 http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Stiklur2005/1._tbl._Stiklna_2007.pdf

 

2.2
Breytingin felur m.a. í sér að tollskrárnúmer, sem áður báru aðeins A/A1 toll eða A/A1 og E toll, fá nú B toll; möguleika á lægri tolli en A/A1 tollur á tollskrárnúmeri kveður á um.

 

 

3.
Breyting á úrvinnslugjöldum; töxtum nokkurra úrvinnslugjalda og hlutfallstöflu vegna áætlunar á þyngd umbúða

 

3.1
Breytingin er skv. lögum nr. 15/2007 um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum. Sjá hér í Stjórnartíðindum (birt 28.02.2007):
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=bcc6c6a4-a6aa-4992-8419-cb3e5eb44ddd

 

Lagabreytingin á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/133/s/1001.html (lagabreytingin)
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=451 (ferill málsins)

 

3.2
Breytingar á töxtum nokkurra úrvinnslugjalda:
BV gjald 10 kr/kg, úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir, lækkar í 7 kr/kg.
BX gjald 10 kr/kg, úrvinnslugjald á plastumbúðir, lækkar í 3 kr/kg.

· Taxti eftirtaldra úrvinnslugjalda lækkar:
BL gjald, kr/kg, úrvinnslugjald á olíuvörur.
BR gjald, kr/kg, úrvinnslugjald á hjólbarða.
BS gjald, kr per ökutæki, úrvinnslugjald á hjólbarða með ökutækjum.
BT gjald, kr/kg, úrvinnslugjald á prentliti.

 

3.3
hlutfallstafla tekur gildi, sem notuð er til að áætla þyngd pappa-, pappírs- og plastumbúða í vörulínu aðflutningsskýrslu. Taflan hefur nú verið uppfærð í samræmi við breytingar á tollskrárnúmerum sem urðu 1. janúar 2007. Jafnframt er breyting á ýmsum hlutfallstölum í töflunni. Nýju hlutfallstöfluna ásamt nýjum tollskrárlyklum þurfa allir innflytjendur og tollmiðlarar á lesa inn í tollskýrslugerðarhugbúnað sinn. Báðar þessar skrár er að finna á vefsíðu tollskrárlykla á tollur.is. Nánar tiltekið neðarlega á þessari vefsíðu:
Sjá upplýsingasíðu um tollskrárlykla

 

Í Tollalínu má m.a. skoða hlutfallstöfluna:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Opinn/Rammi2.htm
Smella á Tollskrá og síðan Skilmálar og velja Úrvinnslugjöld. Athuga að velja viðmiðunardagsetningu 1. mars 2007 ef skoða á hlutfallstöfluna eins og hún er í gildi þann dag.

Hlutfallstölur fyrir tiltekið tollskrárnúmer má einnig sjá með því að fletta í tollskrárnni á vef tollstjóra, hér (PP er hlutfallstala pappa/pappírs og PL plastumbúða):
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/tav/

Hér eru eldri upplýsingar um úrvinnslugjald af pappa-, pappírs- og plastumbúðum þegar þau gjöld tóku gildi 1. janúar 2006 og þar er m.a. notkun hlutfallstöflu nánar lýst; sjá lið 6 á vefsíðunni:
Sjá tilkynningu

 

Upplýsingar um úrvinnslugjöld er að finna á vefsetri Úrvinnslusjóðs:
http://www.urvinnslusjodur.is 

4.
Breyting á tollkvótum á grænmeti í 7. kafla tollskrárinnar og nýr möguleiki á 0% B tolli.
Frá og með 1. mars 2007 fellur úr gildi reglugerð nr. 1063/2006 um tollkvóta á grænmeti og niðurfellingu tolla. Reglugerðin kvað á um 0% A/A1 toll á vörum nefndum í reglugerðinni. 1. mars 2007 verður A/A1 tollurinn hækkaður í fullan toll skv. tollskrá, viðauka I við tollalög. Hinsvegar fá öll tollskrárnúmer sem í reglugerðinni voru nú möguleika á B tolli 0% frá sama tíma, sbr. lið 2 í þessu skjali, og verður þá EUR upprunasönnun að vera til staðar og til hennar vísað í reit 14 í aðflutningsskýrslu, ebl. E1, og ennfremur verður að skrá B í reit 33 í skýrslunni.

Nýtt 2. mars 2007 : Reglugerð nr. 170/2007 um tollkvóta á grænmeti og niðurfellingu tolla tekur gildi og gildir frá og með 1. mars 2007 til 26. mars 2007. Reglugerðin var birt 2. mars 2007 í Stjórnartíðindum. Reglugerðin inniheldur sömu tollskrárnúmer og niðurfellingu tolla og reglugerð nr. 1063/2006 innihélt.

 

Hér er reglugerð nr. 1063/2006, sem fellur úr gildi:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=d5e94dc9-4e52-4f88-9eec-0d6a936a0b43

 

Hér er reglugerð nr. 154/2007 sem fellir ofangreinda reglugerð úr gildi frá og með 1. mars 2007. Reglugerðin var birt 28. febrúar 2007 í Stjórnartíðindum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=6a2e782b-7922-4c5c-a0b5-4e21f5cebeef

 

Nýtt: Hér er reglugerð nr. 170/2007 um tollkvóta á grænmeti og niðurfellingu tolla tekur gildi og gildir frá og með 1. mars 2007 til 26. mars 2007. Reglugerðin var birt 2. mars 2007 í Stjórnartíðindum. Reglugerðin inniheldur sömu tollskrárnúmer og niðurfellingu tolla og reglugerð nr. 1063/2006 innihélt:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=1bec8fb3-2684-4eab-bf30-322db7894563 

Nýtt 6. mars 2007 : Reglugerð nr. 180/2007 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu. Birt í Stjórnartíðindum 6. mars 2007 og gildir frá 1. mars til 31. desember 2007. Um er að ræða tollkvóta á kjötvörur o.fl.; lækkun á A/A1 tolli á vörum sem fluttar eru inn skv. ákvæðum reglugerðarinnar og upprunnar eru í löndum ESB. Sjá reglugerðina hér:
 http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=7e9e2614-b179-4b35-a126-9b562a9d47a0

5.
Breyting á tollskránni 
Breyting á tollskrá tekur gildi 1. mars 2007, sbr. auglýsingu nr. 13/2007 (A-deild Stjórnartíðinda) um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88/2005, m.s.br. Sjá hér:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=6a9b2439-698d-46fe-9e7d-adf0a8bd8dde

Athuga að tollskrárbreytingin gildir bæði fyrir inn- og útfluttar vörur.

 

 

6.
Nýjar tegundir tolls sem hafa tekið gildi og eru nýjar í tollskrárlyklum 
EUR upprunasönnun þarf að liggja fyrir, sbr. reit 14 í aðflutningsskýrslu. Sjá nánar um þessa samninga á vef utanríkisráðuneytis:
 http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/friverslunarsamningar/Undir/nr/365

 

W tollur: Fríverslunarsamningur milli EFTA og Túnis (TN) og tvíhliða samningur Íslands og Túnis um landbúnaðarafurðir

 

X tollur: Fríverslunarsamningur milli EFTA og S-Kóreu (KR) og tvíhliða samningur Íslands og Suður Kóreu um landbúnaðarafurðir

 

Y tollur: Fríverslunarsamningur milli EFTA og Líbanon (LB) og tvíhliða samningur Íslands og Líbanon um landbúnaðarafurðir

 

Tilkynning síðast uppfærð 6. mars 2007

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir