VEF-tollafgreiðsla - Rafræn bráðabirgðatollafgreiðsla útfluttra sendinga

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

VEF-tollafgreiðsla - Rafræn bráðabirgðatollafgreiðsla útfluttra sendinga

Þegar útflytjandi óskar eftir bráðabirgðatollagreiðslu vörusendingar er beiðni þar um borin fram með því að velja U3 í reit 1 (2. hluti) í útflutningstollskýrslu.

 

  
Að öðru leyti er tollskýrslan fyllt út samkvæmt almennum leiðbeiningum.  Fylla skal út alla þá reiti sem kveðið er á um í almennum leiðbeiningu um útfyllingu útflutningsskýrslu. Ef gögn liggja ekki fyrir skal skrá áætlaðar upplýsingar skv. proforma reikningi.
  
Sé bráðabirgðatollskýrsla samþykkt hjá tollstjóra er bráðabirgðatollafgreiðslunni lokið með kvittun sem send er til útflytjanda.  Á kvittuninni kemur fram sá frestur sem tollstjóri hefur veitt útflytjanda til að standa skil á fullnaðaruppgjöri (fullnaðartollskýrslu) vegna vörusendingarinnar.

Yfirlit yfir tollskýrslur

Yfirlit yfir tollskýrslur í U3-tollmeðferð má fá með því að velja Bráðabirgðaafgr. undir Tegund afgreiðslu í aðalvalmynd VEF-tollafgreiðslu.  Fram koma í yfirliti bæði bráðabirgðatollskýrslur - auðkenndar með 1 í dálki Afgreiðsla - sem og fullnaðartollskýrslur - auðkenndar með 2 í dálki Afgreiðsla.  Jafnframt kemur fram frestur sá sem tollstjóri veitti útflytjanda til að standa skil á fullnaðaruppgjöri (fullnaðartollskýrslu) vegna tollafgreiðslu vörusendingarinnar. 
  

Fullnaðaruppgjör - fullnaðartollskýrsla

Þegar valið er Óuppg.bráðab.afgr. í valmynd koma fram á yfirliti þær bráðabirgðatollskýrslur sem útflytjandi hefur ekki sent í fullnaðartollmeðferð (þ.e. fullnaðaruppgjör), ásamt fresti til fullnaðaruppgjörs vörusendinga.  Hægt er að senda tollstjóra fullnaðartollskýrslu þegar tollafgreiðslu bráðabirgðatollskýrslunnar er lokið, þ.e. sendingin er í stöðunni Tollafgreidd í afgreiðslu 1.
 

Smellt er á Velja fyrir framan sendingarnúmerið sem fyrirhugað er að senda í fullnaðaruppgjör.  Í glugganum sem birtist er valið Fullnaðaruppgjör

Við þessa aðgerð eru upplýsingar úr bráðbirgðatollskýrslunni sem tollafgreidd var í afgreiðslu 1 afritaðar í nýja tollskýrslu.  Útflytjandi leiðréttir og fyllir út skýrsluna skv. almennum leiðbeiningu um útfyllingu útflutningsskýrslu, villuprófar og sendir til tollmeðferðar.
Sé fullnaðartollskýrslan samþykkt er fullnaðartollafgreiðslu lokið með kvittum sem send er útflytjanda.

Nánari upplýsingar:  Upplýsingatæknideild, rekstrar- og upplýsingatæknisviði, hjá Tollstjóra:
ttu@tollur.is eða símanúmer TTU þjónustvaktar: 560 0505

Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollasviðs Tollstjóra, sími 560 0315

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir