Áhafnir

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Áhafnir

Þeir sem eru í áhöfn aðkomufars skulu gera grein fyrir varningi á sérstöku eyðublaði, hvort sem flytja á hann í land eða nota hann um borð í fari, og jafnframt framvísa vörum sem eru háðar innflutningstakmörkunum eða innflutningsbanni.

Tollgæslu er heimilt að taka farangur farþega og áhafnar í sínar vörslur til skoðunar síðar ef þurfa þykir. Getur eigandi krafist þess að farangurinn verði innsiglaður þar til skoðun fer fram þar sem hann á rétt á að vera viðstaddur skoðunina. Enn fremur skal tollgæsla gefa út fullnægjandi kvittun ef hann óskar þess.

Verslun / Tollfríðindi

Varningur sem skipverjar og flugverjar, búsettir hér á landi, hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun að verðmæti:

Skipverjum og flugverjum, búsettum erlendis, er heimilt að flytja inn tollfrjálst ferðabúnað og annan farangur sem er hæfilegur miðað við tilgang ferðar og dvalartíma viðkomandi hér á landi, enda verði hann fluttur úr landi á ný við brottför eiganda.

Skipverjar á íslenskum skipum eða skipum í leigu íslenskra aðila

Skipverjum er heimilt að taka 11 einingar af áfengi eins og skilgreint er hér neðar á síðunni hafi skipverji verið 15 daga eða lengur í ferð. Hafi ferðin verið skemur en 15 dagar er skipverjum heimilt að taka 6 einingar.

Skipstjóra, yfirstýrimanni, yfirvélstjóra og bryta, svo og matsveinum á farþega- og vöruflutningaskipum, er jafnframt heimilt að taka gjaldfrjálst aukalega til risnu um borð jafnstóran skammt og þeir mega hafa gjaldfrjálst samkvæmt þessum lið. 

Flugverjar, þ.m.t. flugverjar í aukaá­höfn

Flugverjum sem hafa verið 15 daga eða lengur í ferð er heimilt að taka 5 einingar skv. ofangreindum viðmiðum. Hafi ferðin varað skemur en 15 daga er þeim heimilt að taka  3 einingar.

 

Taflan sýnir lítrafjölda og einingar eftir tegundum áfengis

Dæmi: Skipverji sem verið hefur lengur en 15 daga í ferð gæti tekið 33 lítra af bjór sem jafngildir 11 einingum en þá getur hann ekki komið með annað áfengi tollfrjálst. Sami skipverji gæti valið að koma frekar með 1 líter af sterku (4 einingar), 0,75 lítra af léttvíni (1 eining) og 18 lítra af bjór (6 einingar) 4+1+6=11 einingar. 
 
Blanda má saman tegundum að vild en aldrei koma með meira magn en einingarnar sem viðkomandi á rétt á samkvæmt lögunum segja til um.
 
Einingafjöldi 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Sterkt 0,25 0,5 0,75 1 1,25 1,5 1,75 2 2,25 2,5 2,75
Létt 0,75 1,5 2,25 3 3,75 4,5 5,25 6 6,75 7,5 8,25
Bjór 3 6 9 12 15 18 21 24 27 30 33
Gosvín undir 6% 3 6 9 12 15 18 21 24 27 30 33

Með einingu er átt við:

  1. Hverja 0,25 lítra af sterku áfengi, þ.e. áfengi sem í er meira en 21% af vínanda af rúmmáli.
  2. Hverja 0,75 lítra af léttvíni, þ.e. áfengi annað en öl sem í er 21% eða minna af vínanda að rúmmáli. 
  3. Hverja 3 lítra af öli sbr. 1. tölul. 1. mgr. 3. gr.
  4. Hverja 3 lítra af gosvíni, gerjaðri drykkjarvöru eða blöndu gerjaðra drykkjarvara og óáfengra drykkja sem flokkast undir vöruliði 2208 og 2206 enda sé varan að hámarki 6% að styrkleika. 
 
Sjá: Lög um gjald á áfengi og tóbak, nr. 96/1995 með síðari breytingum.

 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir