Öryggi vöruflutninga

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Öryggi vöruflutninga

Skattinum er ætlað að hafa eftirlit með innflutningi, umflutningi og útflutningi á vörum til og frá landinu og ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu.

Skatturinn sinnir eftirlitsskyldu með þáttum sem snúa að ýmsum öryggismálum og almannahagsmunum. Einkum snýr skylda hans að því að tryggja öryggi vöruflutninga og ótollafgreiddrar vöru sem og flutning upplýsinga með öruggum rafrænum hætti.

Embættið sinnir eftirlitsskyldu sinni þannig að henti þörfum viðskiptalífsins en jafnframt að nægilegu öryggi flutnings og meðferðar ótollafgreiddrar vöru verði tryggt.

Farmvernd

Með farmvernd er átt við forvarnir til að vernda farm gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.

Tollmiðlarar

Tollmiðlara er heimilt að koma fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd inn- og útflytjenda.

Starfsemi tollmiðlara er leyfisskyld. Í lögunum er gerður áskilnaður um hvaða skilyrði tollmiðlari þarf að uppfylla til að fá starfsleyfi. Ríkar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna tollmiðlarafélags og daglegs stjórnanda, svo sem að þeir hafi óflekkað mannorð, séu búsettir á Íslandi eða í EES landi og hafi ekki hlotið dóm vegna brota á tollalögum o.fl. 

Þjónusta tollmiðlara getur verið frá því að veita ráðgjöf um einföld atriði í tengslum við gerð tollskýrslna til þess að koma fram fyrir hönd inn - eða útflytjenda gagnvart tollyfirvöldum við tollskýrslugerð og greiðslu aðflutningsgjalda.

Tollhafnir

Tollhöfn er staður, höfn eða flugvöllur, þar sem heimilt er að ferma og afferma för og geyma og tollafgreiða vörur úr þeim án sérstakrar heimildar tollyfirvalda.

1. Í tollhöfn skal vera fullnægjandi aðstaða til fermingar og affermingar fara.

2. Í tollhöfn skal vera fullnægjandi aðstaða til tolleftirlits.

3. Í tollhöfn skulu vera fullnægjandi geymsluhús, geymslusvæði og önnur aðstaða til vörslu á ótollafgreiddum vörum.

Geymslur

Skatturinn veitir leyfi til reksturs geymslusvæða fyrir ótollafgreiddar vörur. Heimilt er að geyma ótollafgreiddar vörur á eftirtöldum geymslusvæðum: tollvörugeymslum, afgreiðslugeymslum farmflytjenda og viðurkenndra tollmiðlara, tollfrjálsum verslunum og birgðageymslum þeirra, frísvæðum, umflutningsgeymslum og tollfrjálsum forðageymslum.

Rafræn tollafgreiðsla

Rafrænni tollafgreiðslu er ætlað að tryggja að vöruviðskipti milli Íslands og annarra landa gangi greiðlega fyrir sig en jafnframt þarf að tryggja að lögum og reglum um viðskipti sé framfylgt og ólögmætur varningur berist ekki til landsins.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir