Viðurkenndir rekstraraðilar - AEO

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Viðurkenndir rekstraraðilar - AEO

AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator" og hefur verið nefnt „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum, sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni.

AEO er fyrst og fremst ætlað að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum og auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar.

Hvaða þýðingu hefur það að vera vottaður viðurkenndur rekstraraðili (AEO)?

Viðurkenndur rekstraraðili er vottunarferli sem byggir á SAFE regluverki Alþjóðatollastofnunarinnar. Markmið AEO-vottunar er fyrst og fremst að auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar og greiða fyrir lögmætum viðskiptum og vörusendingum á milli landa.

Með AEO vottun hlýst viðurkenning á því að fyrirtækið njóti trausts innlendra og erlendra tollyfirvalda. Áhættugreining í tengslum við viðurkenningu fyrirtækis sem AEO-aðila á að stuðla að því að tollyfirvöld og viðskiptavinir geti frekar treyst því að fyrirtækið sé traustur hlekkur í vörukeðjunni. Vottunin er staðfesting á að fyrirtækið fylgi lögum og reglum og sé til fyrirmyndar í allri tollframkvæmd.

Hugmyndafræði AEO gerir ráð fyrir ákveðnum og vel skilgreindum ávinningi fyrir fyrirtæki sem hlotið hafa AEO viðurkenningu. Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau sækja um AEO-vottun hjá Skattinum.

Hvaða fyrirtæki geta sótt um AEO-vottun?

Íslensk fyrirtæki sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni og fullnægja settum skilyrðum og öryggisviðmiðum geta sótt um að hljóta AEO-vottun frá Skattinum. Vinsamlega hafið samband við embættið ef fyrirtækið hyggst sækja um AEO-vottun eða  ef óskað er frekari upplýsinga.

 

Sjá einnig:

Bækling um AEO


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir