Ávinningur af AEO

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ávinningur af AEO

Fyrirtæki sem hlotið hafa AEO-vottun hjá skattinum njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. AEO fyrirtæki eru talin vera traustur og góður viðskiptavinur bæði innanlands og erlendis.
Ávinningur AEO vottaðra rekstraraðila felst einkum í auknu trausti tollyfirvalda á innra starfi þeirra og betri ímynd út á við. Beinn ávinningur birtist í breyttum áherslum við eftirlit sem leiða til þess að viðurkenndir rekstraraðilar munu sjaldnar falla undir reglubundið eftirlit. Gagnkvæmir viðurkenningarsamningar sem stefnt er að því að gera við helstu viðskiptalönd Íslands, munu þar að auki stuðla að vægari kröfum um upplýsingagjöf við útflutning.
Beinn ávinningur:

  • Vægari kröfur um upplýsingagjöf
  • Tilkynning um skoðun farms
  • Færri endur- og tollskoðanir
  • Forgangur ef um er að ræða skoðun
  • Mögulegt val á skoðunarstað

AEO-vottun hefur einnig í för með sér óbeinan ávinning:

  • Gæðamerki – traustur og góður viðskiptafélagi
  • Fyrirtækið innleiðir bestu starfsvenjur á sviði öryggismála
  • Aukin vitund um öryggismál og ferla
  • Betri yfirsýn yfir reksturinn
  • Aukið samstarf við skattinn og viðurkenning tollyfirvalda í öðrum ríkjum
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir