Skilyrði AEO-vottunar
Þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að hljóta AEO-vottun eru útlistuð í reglugerð sem fylgir með tollalögunum. Í henni koma fram þau skilyrði sem skatturinn hefur til hliðsjónar við veitingu AEO-viðurkenningar. Þessi viðmið liggja til grundvallar þegar skatturinn ákveður hvort AEO umsókn sé samþykkt eða henni synjað.
Skilyrðum má skipta upp í fimm megin flokka. Þessir flokkar eru:
- Almenn skilyrði
- Fullnægjandi gjaldþol
- Fullnægjandi reglufylgni
- Fullnægjandi reikningshalds- og aðfangakerfi
- Fullnægjandi öryggiskröfur og vinnuferlar