Umsókn um AEO-vottun
Sjálfsmatsspurningalisti þarf að fylgja umsóknareyðublaðinu um AEO
vottun. Umsóknin og spurningalistinn skulu berast til skattsins, Tryggvagötu
19.
Umsóknareyðublaðið
Á umsóknareyðublaðinu þurfa að koma fram helstu upplýsingar um fyrirtækið, rekstrarform, hlutverk í aðfangakeðjunni og almenn lýsing á starfseminni.
Umsækjandi um AEO-vottun hefur með umsókn sinni staðfest að allar upplýsingar sem gefnar eru í umsóknargögnum séu réttar.
- Sækja umsóknareyðublað (pdf, Hægrismellið á tengilinn til að vista skjalið á disk og fyllið út með Adobe Reader)
Sjálfsmat fyrirtækja við umsókn
Útbúinn hefur verið sérstakur sjálfsmatslisti til að auðvelda fyrirtækjum sem sækja um AEO-vottun að ganga úr skugga um hvort þau uppfylli öll sett skilyrði. Nauðsynlegt er að umsækjendur fylli út sjálfsmatslistann sem skilað er inn með umsókninni. Sjálfsmatið leiðir í ljós hvort umsækjandi standist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til viðurkenndra rekstraraðila eða hvort hann geti gert viðeigandi ráðstafanir til að uppfylla nauðsynleg skilyrði.
- Sækja sjálfsmatslista (word skjal)
- Sækja leiðbeiningar (word skjal)
Umsóknarferlið
Umsóknarferlið hefst þegar umsóknin, sjálfsmatslistinn og öll nauðsynleg fylgigögn hafa verið móttekin.