Umsókn um AEO-vottun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Umsókn um AEO-vottun

Sjálfsmatsspurningalisti þarf að fylgja umsóknareyðublaðinu um AEO vottun. Umsóknin og spurningalistinn skulu berast til skattsins, Tryggvagötu 19.
Umsóknareyðublaðið
Á umsóknareyðublaðinu þurfa að koma fram helstu upplýsingar um fyrirtækið, rekstrarform, hlutverk í aðfangakeðjunni og almenn lýsing á starfseminni.
Umsækjandi um AEO-vottun hefur með umsókn sinni staðfest að allar upplýsingar sem gefnar eru í umsóknargögnum séu réttar. 

Sjálfsmat fyrirtækja við umsókn
Útbúinn hefur verið sérstakur sjálfsmatslisti til að auðvelda fyrirtækjum sem sækja um AEO-vottun að ganga úr skugga um hvort þau uppfylli öll sett skilyrði. Nauðsynlegt er að umsækjendur fylli út sjálfsmatslistann sem skilað er inn með umsókninni. Sjálfsmatið leiðir í ljós hvort umsækjandi standist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til viðurkenndra rekstraraðila eða hvort hann geti gert viðeigandi ráðstafanir til að uppfylla nauðsynleg skilyrði.

Umsóknarferlið
Umsóknarferlið hefst þegar umsóknin, sjálfsmatslistinn og öll nauðsynleg fylgigögn hafa verið móttekin.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir