Menningarverðmæti
Menningarverðmæti
Minjastofnun Íslands veitir leyfi til flutnings menningarverðmæta úr landi.
Óheimilt er að flytja úr landi forngripi, listgripi, skjöl, bækur, samgöngutæki og aðrar menningarminjar sem taldar eru upp í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 nema að uppfylla ákveðin skilyrði og að fengnu formlegu leyfi frá Minjastofnun. Sótt er um leyfi skriflega til Minjastofnunar.
Náttúrugripir
Náttúrugripi má ekki flytja úr landi nema með leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands og með þeim skilyrðum sem stofnunin setur hverju sinni, samanber 4. málsgrein 15. greinar laga númer 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.