Vörufölsun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Vörufölsun

Tollyfirvöld athuga reglulega innfluttar vörur með tilliti til fölsunar á vörumerki og eftirlíkingum.

Fylgst er með innfluttum varningi og er varningur stöðvaður sem verndaður er hugverkarétti ýmist að beiðni leyfishafa eða að eigin frumkvæði skattsins ef hann hefur í höndum fullnægjandi gögn þess efnis að varan brjóti gegn hugverkaréttindum.

Ef grunur leikur á að innflutningur eigi sér stað á vöru sem brýtur gegn hugverkaréttindum er Skattinum heimilt að fresta tollafgreiðslu vörunnar á meðan rétthafi leitar bráðabirgðaaðgerða hjá þar til bærum yfirvöldum og í framhaldi af þeim hefur málarekstur fyrir dómstólum. Ákvæðið á ekki við um vörur í litlu magni í farangri ferðamanna eða litlar vörusendingar, enda sé ekki um innflutning í viðskiptaskyni að ræða.

Eftirfarandi skilyrði eru fyrir heimild Skattsins:


  1. að rétthafi leggi fram skriflega beiðni til Skattsins um að tollafgreiðslu verði frestað og skuldbindi sig til að greiða þann kostnað sem leiðir af aðgerðum tollyfirvalda
  2. að rétthafi leggi fram fullnægjandi gögn þess efnis að hugverkaréttindi njóti verndar hér á landi, að hann sé handhafi þess réttar og að innflutningur vörunnar muni brjóta á rétti hans; hann skal jafnframt leggja fram nógu nákvæma lýsingu á vörunni til að tollyfirvöld geti borið kennsl á hana
  3. að rétthafi leggi fram tryggingu í formi fjárgreiðslu, eða með öðrum þeim hætti er Skatturinn telur fullnægjandi, er nægi til að bæta rétthafa, eiganda eða innflytjanda vörunnar það tjón eða þann kostnað sem óréttmæt frestun tollafgreiðslu kann að hafa í för með sér.

 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir