Vaxtabætur

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Vaxtabætur

Innheimtumaður ríkissjóðs sér um útgreiðslu vaxtabóta. Nauðsynlegt er að gefa upp bankareikning, sem leggja má inn á.

Fylltu út neðangreint eyðublað og sendu til innheimtumanns ríkissjóðs í þínu umdæmi:

Beiðni til innheimtumanns ríkissjóðs um ráðstöfun greiðslna

Vaxtabætur eru ákvarðaðar af ríkisskattstjóra samkvæmt upplýsingum á skattframtali. Útreikningur vaxtabóta er framkvæmdur í álagningarvinnslu og útborgunardagur er 1. júlí.

Þó geta þeir sem hafa keypt eða hafið byggingu frá 1999 fengið vaxtabætur greiddar út fyrirfram. Fyrirframgreiðsla er bráðabirgðagreiðsla og í álagningarvinnslu eru vaxta­bætur reiknaðar út og gerðar upp ef um of- eða vangreiðslu er að ræða. Útborgunar­dagar fyrirframgreiðslu eru 1. júlí, 1. október, 1. febrúar og 1. maí. Fyrirframgreiðsla kemur ekki til útborgunar fyrr en fjárhæð hennar nemur 5.000.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir