Innheimtubréf

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Innheimtubréf

Fjársýsla ríkisins sendir almenn innheimtubréf fyrir hönd innheimtumanna ríkissjóðs. Bréfin eru send þeim sem skulda 1.000 krónur eða meira ef skuldin er komin fram yfir eindaga.

Það kemur ekki í veg fyrir útsendingu innheimtubréfs þó skattálagning sé byggð á áætlun skattyfirvalda, skattálagning hafi verið kærð eða gerð hafi verið greiðsluáætlun um greiðslu skuldarinnar.

Almennu innheimtubréfin eru til upplýsingar fyrir skattgreiðendur um stöðu þeirra gagnvart innheimtumanni ríkissjóðs og jafnframt hvatning til þeirra að greiða upp sín vanskil til að koma í veg fyrir íþyngjandi innheimtuaðgerðir.


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir