Upplýsingagjöf

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Upplýsingagjöf

Tollstjóri er bundinn af þagnarskyldu og er samkvæmt upplýsingalögum og sérstökum þagnarskylduákvæðum óheimilt að veita aðgang að gögnum og upplýsingum um fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila nema með þeirra samþykki. Tollstjóri óskar eftir vottuðu umboði undirrituðu af stjórnarmanni fyrirtækis eða eiganda sameignar- og samlagsfélags þegar annar aðili óskar eftir upplýsingum eða gögnum um fyrirtækið. 

Ef annar en einstaklingur sjálfur óskar eftir upplýsingum þarf umboð hans að liggja fyrir.

Tollstjóri vinnur með trúnaðarupplýsingar og er bundinn af þagnar- og trúnaðarskyldu. Af því leiðir að embættið gerir ríkar kröfur um öryggi við miðlun upplýsinga og þarf sá sem óskar eftir upplýsingum eða gögnum að sýna fram á með viðeigandi gögnum að hann hafi heimild til þess.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir