Bifreiðagjald (BK)

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Bifreiðagjald (BK)

Greiðsluseðlar eru sendir út við álagningu 1. janúar og 1. júlí.

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 650269-7649

 

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]tollur.is eða á fax númer 562-5826.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Bifreiðagjald er greitt tvisvar á ári. Gjalddagi fyrra tímabils (1. janúar - 30. júní) er 1. janúar og eindagi 15. febrúar. Gjalddagi seinna tímabils (1. júlí - 31. desember) er 1. júlí og eindagi 15. ágúst. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef greitt er eftir eindaga.

Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virkan dag.

Niðurfellingar

Niðurfelling eða leiðrétting á bifreiðagjaldi fer fram hjá ríkisskattstjóra.

Þó er þeim sem njóta örorkubóta/umönnunarbóta og telja sig eiga rétt á niðurfellingu bifreiðagjalds bent á að hafa samband við fulltrúa Tryggingastofnunar sem síðan sendir upplýsingar til ríkisskattstjóra um rétt til niðurfellingar.

Úrvinnslugjald

Frá 1. janúar 2003 var úrvinnslugjald lagt á allar bifreiðar nýrri en 15 ára. Úrvinnslugjald er lagt á allar bifreiðar og engar undanþágur eru veittar frá gjaldskyldunni. Gjaldskylda fellur niður frá og með upphafi fyrsta gjaldtímabils eftir að greitt hefur verið úrvinnslugjald af ökutækinu í full 15 ár og fyrir bifreiðar sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs. Samgöngustofa greiðir út skilagjald þegar bifreið er afskráð og henni skilað til förgunar.

Eigendaskipti

Uppgjör á bifreiðagjaldi er á milli kaupanda og seljanda við eigendaskipti. Ábyrgð á greiðslu hvílir þó ávallt á skráðum eiganda á gjalddaga.

Vanskil

Heimild er fyrir afklippingum skráningarnúmera vegna vanskila á bifreiðagjaldi, samanber 5. grein laga númer 39/1988.

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir.

Lög og reglur

Lög um bifreiðagjald

Reglugerð um úrvinnslugjald

 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir