Vanrækslugjald vegna óskoðaðs ökutækis (BO)

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Vanrækslugjald vegna óskoðaðs ökutækis (BO)

Vanrækslugjald er lagt á ökutæki sem ekki er fært til skoðunar eða endurskoðunar innan tilskilinna tímamarka.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum annast álagningu og innheimtu vanrækslugjalds. Nánari upplýsingar um innheimtu gjaldsins má nálgast hjá sýslumanninum á Vestfjörðum eða á vefsíðu sýslumanns.

Vanrækslugjald vegna óskoðaðs ökutækis er 15.000 kr. Sé gjaldið greitt og ökutæki fært til skoðunar, innan mánaðar frá því að það var lagt á, skal það lækka í 7.500 kr (gjöld árið 2015).

Hafi vanrækslugjald ekki verið greitt innan tveggja mánaða frá álagningu þess hefst innheimtuferli en gjaldið nýtur lögveðs- og lögtaksréttar.

Lög og reglur

Umferðarlög nr. 50/1987

Reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir