Endurgreiðsla virðisaukaskatts (VA-H)

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Endurgreiðsla virðisaukaskatts (VA-H)

Hægt er að fá endurgreitt með innleggi í banka. Nánari upplýsingar fást hjá Tollstjóra í síma 560-0300 eða á netfangi fyrirspurn[hja]tollur.is.

Ef endurgreiða þarf ofgreiðslur er hægt að greiða inn á reikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101  26  85002 650269-7649

Senda þarf skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]tollur.is eða á fax númer 562-5826.

Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan hluta virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað íbúðarhúsnæðis. Umsóknir um endurgreiðslur ásamt reikningum og greiðslukvittunum eru sendar til skattstjóra. Eyðublað RSK 10.18 er vegna endurbóta og viðhalds, og RSK 10.19 er vegna nýbygginga á íbúðarhúsnæði.

Sjá einnig:
Um virðisaukaskatt og endurgreiðslu á vef RSK

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru sex á ári, tveir mánuðir í senn. Umsóknir vegna endurbóta og viðhalds tekur um tvær vikur að afgreiða hjá skattstjóra og eindagi/gjalddagi er þá úrskurðardagur skattstjóra. Umsóknir vegna nýbygginga eru afgreiddar á almennum gjalddögum virðisaukaskatts; 5. apríl (janúar / febrúar), 5. júni (mars / apríl), 5. ágúst (maí / júní), 5. október (júlí / ágúst), 5. desember (september / október) og 5. febrúar (nóvember / desember).

Dráttarvextir

Hafi inneign ekki verið endurgreidd innan mánaðar reiknast inneignarvextir frá gjalddaga.
Dráttarvextir reiknast á ofgreiðslur.

Vanskil

Hefðbundnar innheimtuaðgerðir eru vegna ofgreiðslna.

Hér eru nánari upplýsingar um vanskil.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir