Eftirlitsgjald Fjármálaeftirlits (FE)

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Eftirlitsgjald Fjármálaeftirlits (FE)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning: 

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 650269-7649

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]tollur.is eða á fax númer 562-5826.

Vinsamlegast setjið tilvísunina FE með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru þrjú á ári. Gjalddagi fyrsta tímabilsins er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar. Gjalddagi annars tímabilsins er 1. maí og eindagi 15. maí. Gjalddagi þriðja tímabilsins er 1. september og eindagi 15. september.

Uppgjörstímabil Gjalddagi Eindagi
01 1. febrúar 15. febrúar
02 1. maí 15. maí
03 1. september 15. september

Ákveðnar undantekningar eru þó frá þessari greiðsluskiptingu. Nemi álagt eftirlitsgjald 300.000 kr. eða lægri fjárhæð er það innheimt í einni greiðslu 1. febrúar. Sama gildir um eftirlitsgjald á fjármálafyrirtæki sem stýrð eru af slitastjórn eða bráðabirgðastjórn skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Dráttarvextir

Sé eftirlitsgjald greitt eftir eindaga hverrar greiðslu reiknast dráttarvextir á greiðsluna frá gjalddaga í samræmi við vaxtalög.

Innheimta

Fjármálaeftirlitið innheimtir gjaldið.

Vanskil

Heimilt er að afturkalla starfsleyfi eftirlitsskylds aðila vanræki hann að greiða gjaldið, enda séu liðnir sex mánuðir frá fyrsta gjalddaga í vanskilum.

Lög og reglur

Lög nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir