Skipulagsgjald (HB)

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Skipulagsgjald (HB)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 650269-7649

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]tollur.is eða á fax númer 562-5826.

Skipulagsgjald er greitt í eitt skipti og nemur 0,3% af brunabótamati hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús sem virt er til brunabóta, svo og viðbyggingar við eldra hús ef virðingarverð hinnar nýju viðbyggingar nemur a.m.k. 1/5 af verði eldra hússins. Skipulagsgjald af mannvirkjum sem ekki eru virt til brunabóta nemur 0,3% af stofnverði þeirra.  Af mannvirkjum sem ekki eru háð byggingarleyfi er ekki greitt skipulagsgjald.

Gjalddagi og eindagi

Skipulagsgjald fellur í gjalddaga þegar brunabótavirðing hefur farið fram eða stofnverð tilkynnt og Fasteignamat ríkisins hefur tilkynnt innheimtumanni ríkissjóðs þær fjárhæðir. Eindagi er mánuði síðar. 

Innheimta

Sýslumaður innheimtir skipulagsgjald af húsbyggingum og öðrum gjaldskyldum mannvirkjum í lögsagnarumdæmi sínu. Í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu annast Tollstjóri innheimtuna.  Gjaldið má innheimta með fjárnámi.

Vanskil

Gjaldinu fylgir lögveð í eigninni og gengur það fyrir öllum öðrum veðböndum er á henni hvíla, samanber 3. mgr. 17. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Krefjast má nauðungarsölu á eigninni án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms.

Nánari upplýsingar um vanskil.

Lög og reglur

Lög nr. 123/2010, skipulagslög
Reglugerð nr. 737/1997, um skipulagsgjald

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir