Staðgreiðsla, reiknað endurgjald (SR)

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Staðgreiðsla, reiknað endurgjald (SR)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum gíróseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

 

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0001 26 25111 540269-6459

Launagreiðanda ber að skila mánaðarlega afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda launþega og tryggingagjaldi af launagreiðslum. Sama gildir um staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Fylla þarf út skilagrein RSK 5.12 mánaðarlega og skila til Tollstjóra ásamt sundurliðun RSK 5.06 eftir því sem við á. Einnig er hægt að skila rafrænt á vef ríkisskattstjóra. Leiðbeiningar um útfyllingu, skatthlutfall o.fl. varðandi staðgreiðslu eru á vef ríkisskattstjóra.

Gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil er almanaksmánuður.
Gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og eindagi 15. þess mánaðar.

Dráttarvextir og álag 

Ef afdregin staðgreiðsla er ekki greidd í síðasta lagi á eindaga reiknast álag vegna vanskila samkvæmt ákvæðum 28. greinar laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Það er 1% á dag fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en 10% og til viðbótar álag sem er hið sama og dráttarvextir samkvæmt vaxtalögum fyrir hvern byrjaðan mánuð eftir eindaga.

Vegna vanskila á tryggingagjaldi reiknast dagvextir frá og með gjalddaga hafi eigi verið greitt á eindaga. Álag reiknast ekki.

Vanskil 

Auk hefðbundinna innheimtuaðgerða er heimilt að stöðva atvinnurekstur vegna skulda á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds.

Nánari upplýsingar um vanskil.

Lög og reglur

Lög nr. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Reglugerð nr. 13/2003, um skil á staðgreiðslu útsvars, tekjuskatts og tryggingagjalds

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir