Takmörkuð skattskylda (ST)
Tekjuskattur hjá þeim sem bera takmarkaða skattskyldu.
Hægt er að greiða inn á neðangreindan reikning:
Banki | Hb. | Reikningur | Kennitala |
---|---|---|---|
0101 | 26 | 85002 | 650269-7649 |
Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]tollur.is eða á fax númer 562-5826.
Vinsamlegast setjið tilvísunina ST með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.
Skila þarf inn skilagreinum rafrænt (RSK 5.41 eða eftir atvikum RSK 5.44). Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á vef ríkisskattstjóra.
Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar
Uppgjörstímabil er almanaksmánuður.
Gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og eindagi 15. þess mánaðar.
Dráttarvextir og álag
Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Álag er 1% fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en 10%. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á fyrsta degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Vanskil
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir.