Vörugjöld (VF VI VO)

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Vörugjöld (VF VI VO)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 650269-7649

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]tollur.is eða á fax númer 562-5826.

Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Vörugjöld skiptast í:

Vörugjald af innlendri framleiðslu

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní o.s.frv. út árið. Gjalddagi er 28. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. 

Álagning er í höndum Tollstjóra og fer fram í samræmi við innsendar skýrslur. 

Álag og dráttarvextir

Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Álag er 1% fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%. Auk þess reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir.

 

Vörugjald af innflutningi

Hafi innflytjandi skráð sig á vörugjaldsskrá Tollstjóra er hvert uppgjörstímabil tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní o.s.frv. út árið. Gjalddagi er 28. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Hafi innflytjandi ekki skráð sig á vörugjaldsskrá fer greiðslufrestur eftir reglum um greiðslufrest í tolli.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga. 

Vanskil

Sé gjald ekki greitt á gjalddaga er innflytjanda synjað um frekari greiðslufrest á meðan vanskil vara.  

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir 

 

Vörugjald af ökutækjum

Greiða skal í ríkissjóð vörugjald af skráningarskyldum ökutækjum.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Vörugjald af innfluttum ökutækjum og öðrum gjaldskyldum vörum skal lagt á og innheimt við tollafgreiðslu. Að ósk innflytjanda skal fresta innheimtu vörugjalds af skráningarskyldum ökutækjum þar til þau eru skráð samkvæmt umferðarlögum, þó ekki lengur en í tólf mánuði frá tollafgreiðsludegi.

Ef innflytjandi stundar innflutning á ökutækjum í atvinnuskyni og er jafnframt leyfishafi skv. reglugerð nr. 722/1997, um SMT-tollafgreiðslu, skal hann, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., gera upp vörugjald miðað við eins mánaðar uppgjörstímabil. Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Vanskil

Heimilt er að taka skráningarnúmer af ökutæki vegna vanskila á vörugjaldi.  Einnig fylgir vörugjaldi lögveð í viðkomandi ökutækjum. 

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir 

Til baka

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir