Vanskil

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Vanskil

Gjöld sem ekki hafa verið greidd á  gjalddaga eru vanskilakröfur (skuldir).

Innheimtumanni ríkissjóðs er skylt  að innheimta allar kröfur. Það frestar ekki íþyngjandi vanskilaúrræðum þótt skattskýrslu hafi ekki verið skilað eða skattálagning verið kærð.

Til að koma í veg fyrir íþyngjandi innheimtuaðgerðir er bent á að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs og kanna möguleika á gerð greiðsluáætlunar.

Dráttarvextir reiknast samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu á gjaldfallna kröfu frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á eindaga. Í lögboðnum tilvikum bætist við vanskilaálag sem reiknast af höfuðstól. Þar sem álagning dráttarvaxta og vanskilaálags er lögboðin er ekki hægt að semja um eða fella niður dráttarvexti og álag.

Það er hagur gjaldanda að greiða skattskuldir sínar sem fyrst til að koma í veg fyrir kostnað við innheimtuaðgerðir og dráttarvexti sem leggjast á kröfuna við vanskil. Bent er á að kostnaður vegna innheimtu er óafturkræfur, gjaldandi ber þann kostnað jafnvel þó um innheimtu áætlaðra skatta og gjalda sé að ræða.

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir