Gjaldþrotaskipti

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Gjaldþrotaskipti

Um gjaldþrotaskipti gilda lög númer 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Eftir að árangurslaust fjárnám hefur verið gert hjá skuldara hafa kröfuhafar þrjá mánuði til þess að krefjast gjaldþrotaskipta. Með gjaldþrotaskiptum er átt við lögskipaða aðgerð sem fer fram í þeim tilgangi að yfirfæra eignir til kröfuhafa. Um er að ræða fullnustugerð sem hefst með dómsúrskurði, upphafstíminn er úrskurður dómara en hann skipar í kjölfarið skiptastjóra sem fer með framkvæmd gjaldþrotaskiptanna.

Hverjir geta krafist gjaldþrotaskipta?

Krafa um gjaldþrotaskipti á grundvelli árangurslauss fjárnáms

Eftir að gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá skuldara er kröfuhafa heimilt að krefjast gjaldþrotaskipta hjá honum innan þriggja mánaða. Þá er öllum öðrum kröfuhöfum heimilt að krefjast gjaldþrotaskipta á grundvelli árangurslauss fjárnáms annarra kröfuhafa innan sömu tímatakmarkana.

Aftur upp

Úrræði gjaldanda

Gjaldandi getur komist hjá gjaldþrotaskiptum með því að gera  greiðsluáætlun um greiðslu skattskuldarinnar hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Greiða verður helming kröfunnar til þess að gjaldþrotaskiptabeiðni sé afturkölluð og eftirstöðvum má dreifa á allt að sex mánuði með möguleika á framlengingu. 

Sé um að ræða áætlaða skatta getur gjaldandi lagt fram staðfestingu á framtalsskilum ásamt bráðabirgðaútreikningi frá ríkisskattstjóra og önnur staðfest afrit, þar með talið kæru til skattyfirvalda. Þá er heimilt að miða greiðslur og greiðsluáætlun við væntanlega álagningu eftir að ríkisskattstjóri hefur tekið framtal til greina.

Hægt er að gera greiðsluáætlun hvenær sem er eftir að árangurslaust fjárnám hefur verið gert áður en gjaldþrotaskiptaúrskurður er kveðinn upp og skiptastjóri skipaður.   

Aftur upp

Nauðasamningar

Um nauðasamninga gilda lög númer 21/1991 auk þess sem innheimtumaður þarf að líta til 113. greinar laga um tekjuskatt númer 90/2003. Með hugtakinu nauðasamningur er átt við samning um greiðslu skulda eða eftirgjöf af skuldum sem kemst á milli skuldarans og áskilins meirihluta lánardrottna hans og hlýtur síðan staðfestingu fyrir dómi. Markmið nauðasamnings er að ráða bót á ógjaldfærni skuldara og þá einkum með því að lækka skuldir þannig að skuldari verði frekar fær um að standa í skilum.

Aftur upp

Hvert skal beina umsókn um nauðasamning?

Aftur upp

Ófrávíkjanleg skilyrði

Til þess að innheimtumaður geti mælt með nauðasamningi verður skuldari að vera:

 

Réttaraðstoð vegna nauðasamninga

Um réttaraðstoð við einstaklinga til að leita nauðasamninga gilda lög númer 65/1996. Markmið laganna er að veita einstaklingi möguleika á að ná tökum á fjármálum sínum og þannig komast hjá því að fara í gjaldþrotaskipti. Sá sem vill leita réttaraðstoðar samkvæmt lögunum skal senda innanríkisráðuneytinu umsókn og gera þar grein fyrir eignum og skuldum og ástæðum fjárhagsörðugleikanna. Innanríkisráðuneytið hefur útbúið umsóknareyðublað fyrir þá sem vilja leita réttaraðstoðar samkvæmt ofangreindu.

 

Síðast uppfært/breytt sept 2017

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir