Launaafdráttur

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Launaafdráttur

Þegar opinber gjöld (þing- og sveitarsjóðsgjöld) eru ógreidd er heimilt að beita launaafdrætti. Lögum samkvæmt er innheimtumanni heimilt að krefja vinnuveitanda um að halda eftir allt að 75% af heildarlaunagreiðslum til launþega hverju sinni. Meginreglan er sú að innheimtumenn ríkissjóðs gera kröfu um 75% launaafdrátt en launþegi heldur eftir 25% af heildarlaunagreiðslu. 

Vinnuveitanda er skylt að halda eftir af launum gjaldanda sé þess krafist af innheimtumanni ríkissjóðs. Heimild er til að ganga á vinnuveitanda ef ekki er brugðist við kröfum innheimtumanns.

Heimilt er að verða við umsókn frá launþega um lækkun á launaafdrætti dugi tekjur að frádregnum launaafdrætti ekki til framfærslu hans, maka og/eða börnum sem hann hefur á framfæri sínu.

Greiðsluáætlun um lækkun á launaafdrætti ber að gera skriflega við þjónustufulltrúa á lögfræðideild innheimtusviðs eða viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs. Slíkt samkomulag skal undirritað og í því felst að launþeginn viðurkennir kröfuna og nýjan upphafstíma fyrningarfrests. Greiðslum frá launagreiðanda er ráðstafað inn á elstu gjöldin.

Það borgar sig að borga.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir