Skuld - inneign

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Skuld - inneign

Á þjónustuvef Ríkisskattstjóra og í pósthólfinu þínu á island.is getur þú skoðað stöðu þína hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Á síðunni birtast upplýsingar um skatta og önnur gjöld sem innheimtumenn ríkissjóðs innheimta, þar birtast þó ekki upplýsingar um önnur sveitarsjóðsgjöld en útsvar (t.d. fasteignagjöld).

 

Hægt er að tengjast þjónustuvef rsk beint með því að smella á þennan tengil: www.skattur.is.

  • Til auðkenningar inn á þjónustuvefinn er notað rafrænt skilríki eða kennitala og veflykill (sá sami og notaður er til að skila skattframtali).
  • Til að sjá greiðslustöðuna er smellt á tengillinn Staða hjá innheimtumanni ríkissjóðs undir þjónusta.
  • Athugið að þjónustan birtist aðeins hjá þeim sem búið hafa til sinn eigin veflykil, en það hafa allir gert sem skilað hafa skattframtali rafrænt.
  • Á vefnum eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að fá nýjan veflykil, hafi hann gleymst.

Undir mínar síður á vefnum island.is eiga allir pósthólf.

  • Til auðkenningar inn á vefinn er notað rafrænt skilríki eða íslykill.
  • Í pósthólfinu birtist skjal sem uppfært er daglega og heitir "Greiðslustaða þín hjá innheimtumanni ríkissjóðs núna".
  • Upplýsingar um hvernig hægt er að fá íslykil eða rafrænt skilríki eru á innskráningarsíðunni.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir