Skuldbreytingar

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Skuldbreytingar

Um skuldbreytingar gildir 113. grein tekjuskattslaga númer 90/2003.  Í skuldbreytingu felst að samþykkt er að skattskuld gjaldanda sé breytt í skuld samkvæmt verðtryggðu veðskuldabréfi. 

Innheimtumaður ríkissjóðs gefur fjármála- og efnahagsráðuneytinu skýrslu um afstöðu sína til skuldbreytingarbeiðni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur ákvörðun um hvort samþykkja skuli skuldbreytingu eftir umsögn Ríkisendurskoðunar.

Heimildin er bundin við skatta og gjöld sem eru innheimt eftir ákvæðum laga um tekjuskatt. Ef hluti skuldarinnar er útsvar þarf viðkomandi sveitarfélag að samþykkja skuldbreytinguna vegna þess.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir