Tollamál

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

FRÉTTIR


Áfram
Reyndu að smygla inn miklu magni af lyfjum
10. nóvember 2017

Reyndu að smygla inn miklu magni af lyfjum

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tóku fjóra komufarþega um síðustu helgi, sem allir voru með umtalsvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum. Um var að ræða íslenska einstaklinga, þrjá karlmenn og eina konu. Samtals voru á þriðja þúsund töflur haldlagðar, sem fólkið hafði ýmist falið í nærklæðum sínum, ytri fatnaði og/eða í farangri.

Meira...
Amfetamínvökvinn var í 23 plastflöskum
3. nóvember 2017

Amfetamínvökvinn var í 23 plastflöskum

Amfetamínvökvinn sem tollverðir fundu í Norrænu í byrjun síðasta mánaðar, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, var falinn í 23 hálfs líters plastflöskum í bensíntanki bifreiðar sem tveir pólskir karlmenn komu með til landsins. Úr vökvanum sem reyndist vera 11.5 lítrar hefði mátt vinna 90 – 100 kíló af amfetamíni.

Meira...