Ferðamenn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ferðamenn

Af gefnu tilefni er vakin athygli á að:

 • Einstaklingi með fasta búsetu/lögheimili á Íslandi er ekki heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki tímabundið til landsins.
 • Einstaklingi með fasta búsetu erlendis og ekki með skráð lögheimil á Íslandi er heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki til landsins. Ef einstaklingurinn skráir lögheimili á Íslandi innan 12 mánaða frá komu sinni til landsins, ber að tollafgreiða ökutækið eða flytja það úr landi áður en lögheimilisskráning á sér stað.

Ertu að fara til útlanda? Ef þú hefur tollskyldan varning meðferðis þegar þú kemur aftur ber þér að framvísa honum í rauðu hliði. Grænt tollhlið er hins vegar fyrir þá sem eingöngu hafa tollfrjálsan farangur meðferðis og verslunarvörur að verðmæti allt að 88.000 kr.

Nánar um rautt og grænt hlið

 

Hvað má ekki flytja til Íslands?

Reglur um tollfríðindi ferðamanna veita hvorki undanþágu frá sérstökum innflutningsskilyrðum né innflutningsbanni sem ýmsar vörutegundir eru háðar samkvæmt lögum, reglugerðum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.


Nánar um innflutningstakmarkanir og bönn

Aftur upp

 

Tollfríðindi

 • Ferðamenn, sem búsettir eru á Íslandi, mega hafa með sér tollfrjálst þann farangur sem þeir höfðu með sér til útlanda. Ennfremur mega ferðamenn hafa meðferðis tollfrjálsar verslunarvörur að verðmæti samtals allt að 88.000 kr (krónur),  hvort sem um er að ræða einstakan hlut eða fleiri hluti. Tollfríðindi barna yngri en 12 ára eru helmingi lægri upphæð.
 • Tollfrelsi matvara, þar með talið sælgæti og fæðubótarefni, er takmarkað við 25.000 kr. verðmæti og 10 Kg (Kílógrömm) að þyngd
 • Við heimkomu geta ferðamenn þurft að sýna fram á að varningur sem þeir hafa meðferðis uppfylli skilyrði fyrir tollfrelsi:
  - Það er því ráðlegt að halda til haga reikningum vegna hluta sem keyptir eru í ferðinni.
  - Ef verðmætir hlutir eru teknir með í ferðina getur þurft að sýna fram á að þeir hafi verið fengnir hér á landi, til dæmis með því að sýna reikning eða ábyrgðarskírteini.

Áfengi og tóbak sem ferðamenn mega hafa með sér tollfrjálst:

 • Ferðamenn fá 6 einingar af áfengi sem þeir geta ráðstafað eins og þeir vilja.
 • Hver eining getur verið 0,25 l af sterku, 0,75 l af léttu áfengi, 3 l af bjór eða 3 lítrar af gosvíni undir 6%.

Dæmi um mögulegar úrfærslur:

 • 1 lítra af sterku áfengi og 0,75 lítra af léttvíni og 3 lítra af bjór eða
 • 3 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór eða
 • 1 lítra af sterku áfengi og 6 lítra af bjór eða
 • 1,5 lítra af léttvíni og 12 lítra af bjór eða
 • 18 lítra af bjór

Sjá einnig: töflu með fleiri mögulegum útfærslum þegar áfengi er keypt og tollfríðindi nýtt.

Á vef fríhafnarinnar er handhæg reiknivél fyrir tollfríðindi á áfengi.

Tóbak:

 • 200 vindlinga (1 lengju) eða 250 grömm af öðru tóbaki

  Athugið að lágmarksaldur til að flytja inn áfengi er 20 ár og 18 ár til að flytja inn tóbak.

 

Nánar um tollfríðindi ferðamanna

Um tollfríðindi áhafna gilda aðrar reglur 

https://www.dutyfree.is/tollkvotareiknivel

Aftur upp

 

Tímabundinn innflutningur ökutækja

Þeim sem hyggst dvelja hér á landi í ár eða styttri tíma vegna atvinnu eða ferðalaga er heimilt að flytja inn bifreið, skráða erlendis, án greiðslu aðflutningsgjalda, enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:

 • Innflytjandi hefur eða hefur haft fasta búsetu erlendis
 • Ökutækið er skráð erlendis og innflytjandi er skráður eigandi eða löglegur umboðsaðili
 • Ökutækið er flutt til landsins eða keypt nýtt óskráð hér á landi þegar innflytjandi kemur til landsins eða í síðasta lagi mánuði síðar
 • Ökutækið er vátryggt til notkunar á Íslandi eða hefur fullnægjandi tryggingu

Nánar um tímabundinn innflutning ökutækja

 

Síðast uppfært/breytt janúar 2020

Sjá einnig þennan bækling:

Duty free allowances of travellers - texti á fimm tungumálum (pdf)

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir