Ökutæki
Af gefnu tilefni er vakin athygli á að:
- Einstaklingi með fasta búsetu/lögheimili á Íslandi er ekki heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki tímabundið til landsins.
- Einstaklingi með fasta búsetu erlendis og ekki með skráð lögheimil á Íslandi er heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki til landsins. Ef einstaklingurinn skráir lögheimili á Íslandi innan 12 mánaða frá komu sinni til landsins, ber að tollafgreiða ökutækið eða flytja það úr landi áður en lögheimilisskráning á sér stað.
Ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum flutt aftur til landsins
Ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum má flytja aftur til Íslands án greiðslu aðflutningsgjalda, svo fremi að gjöld hafi ekki verið endurgreidd við útflutning eða unnið hafi verið við ökutækið erlendis.
Ökutæki á erlendum skráningarnúmerum flutt tímabundið til landsins
Þeim sem dvelja hér á landi í ár eða skemmri tíma vegna atvinnu, náms eða ferðalaga er heimilt að flytja inn bifreið, skráða erlendis, án greiðslu aðflutningsgjalda.