Tímabundinn innflutningur ökutækja með erlend skráningarmerki

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tímabundinn innflutningur ökutækja með erlend skráningarmerki

Af gefnu tilefni er vakin athygli á að:

  • Einstaklingi með fasta búsetu/lögheimili á Íslandi er ekki heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki tímabundið til landsins.
  • Einstaklingi með fasta búsetu erlendis og ekki með skráð lögheimil á Íslandi er heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki til landsins. Ef einstaklingurinn skráir lögheimili á Íslandi innan 12 mánaða frá komu sinni til landsins, ber að tollafgreiða ökutækið eða flytja það úr landi áður en lögheimilisskráning á sér stað.

Heimilt er að flytja tímabundið til landsins ökutæki með erlend skráningarmerki að vissum skilyrðum uppfylltum. Fyrir komu til landsins eiga innflytjendur ökutækja að fylla út sérstaka yfirlýsingu (E-9) og senda Skattinum í samráði við farmflytjanda eða tollmiðlara. Að hámarki getur ökutæki verið hér á landi tímabundið í 12 mánuði. Nánari upplýsingar um, tollfrelsi, gjaldskyldu, tímalengd og önnur skilyrði má nálgast hér að neðan.

Afrit af yfirlýsingu E-9 skal ávallt vera tiltæk í ökutæki meðan á dvöl stendur.

Ökutæki utan EES-svæðisins skal vátryggt með alþjóðlegu vátryggingarskírteini „Græna kortið“ á meðan ökutæki er hér á landi. Innflytjanda er skylt að framvísa skírteininu við tollafgreiðslu.

Fari innflytjandi út fyrir tímamörk heimildar eða fari gegn skilyrðum um tímabundinn innflutning er Skattinum heimilt án viðvörunnar að fjarlægja skráningamerki. Heimilt er að óska eftir skriflegum rökstuðningi Skattsins eða kæra ákvörðun til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Sjá leiðbeiningar um kæruleiðir.

Nánari upplýsingar:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir