Hópbifreiðar og önnur ökutæki til notkunar í atvinnuskyni

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hópbifreiðar og önnur ökutæki til notkunar í atvinnuskyni

Heimilt er að flytja ökutæki, vélar og tæki tímabundið til landsins í atvinnuskyni. Einnig er ferðaþjónustuaðilum heimilt að flytja tímabundið til landsins hópferðabifreiðar með erlend skráningarmerki. Með hópbifreið er átt við ökutæki sem skráð er fyrir 10 manns eða fleiri (níu farþegar auk ökumanns). Tímabundinn innflutningur getur að hámarki varað í 12 mánuði.  Innflytjandi skal fylla út E-9 yfirlýsingu og skal hún ávallt vera tiltæk í ökutækinu meðan á dvöl stendur.  Almennt eru allar vörur sem fluttar eru tímabundið til landsins tollskyldar. Hins vegar er tímabundinn innflutningur hópferðabifreiða sem eingöngu eru fluttar til landsins vegna þjónustu við tiltekin hóp ferðamanna og flutt úr landi þegar hópur fer af landi brott tollfrjáls.

Ákvörðun tollverðs:

  • Almennt er leigusamningur forsenda tollverðs í tímabundnum innflutningi. Innflytjandi leggur fram leigusamning fyrir tímabil sem ökutækið er hér á landi. Að öðru leiti gilda ákvæði V. kafla tollalaga um tollverð og tollverðsákvörðun.
  • Liggi leigusamningur ekki fyrir skal tollverð ákvarðað skv. áætlaðri leigu miðað við 1/60 tollverðs.

Trygging fyrir greiðslu aðflutningsgjalda:

  • Innflytjendum ber að leggja fram tryggingu við tollafgreiðslu fyrir áætluðum aðflutningsgjöldum. Trygging getur verið í formi tollkrítar, reiðufjár, bankaábyrgðar eða A.T.A. ábyrgðarskjali.

Uppgjör aðflutningsgjalda:

  • Tímabundnum innflutningi lýkur með útflutningi innan tímamarka. Samhliða útflutningi sendir innflytjandi inn uppgjör vegna tímabundins innflutnings. Við uppgjör reiknar Tollstjóri út endanleg aðflutningsgjöld, ber saman framlagða tryggingu og endanleg aðflutningsgjöld og endurgreiðir eða innheimtir í samræmi við ákvæði tollalaga. 
  • Verði vara ekki flutt út innan tímamarka sem vísað var til við tollafgreiðslu eða hámarksfrestur rofinn skal tollafgreiða vöruna að fullu og greiða aðflutningsgjöld eins og um almennan innflutning væri að ræða.

Nánari upplýsingar má finna hér eða hafa samband við Skattinn.

Nánar um heimildir þessar má finna í tollalögum nr. 88/2005 og reglugerð nr. 630/2008 um ýmis tollfríðindi.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir