Ökutæki einstaklinga – tímabundin dvöl vegna atvinnu, náms eða ferðalaga

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ökutæki einstaklinga – tímabundin dvöl vegna atvinnu, náms eða ferðalaga

Einstaklingum búsettum erlendis er heimilt að flytja tímabundið til landsins ökutæki til persónulegra nota. Með ökutæki er átt við skráningarskylt faratæki, t.d. bifreið, bifhjól, tjaldvagn, fellihýsi og hjólhýsi. Tímabundinn innflutningur til persónulegra nota er tollfrjáls að vissum skilyrðum uppfylltum.

  • Innflytjandi er með fasta búsetu erlendis
  • Ökutæki komi til landsins innan eins mánaðar frá komu innflytjanda
  • Hámarkstímalengd eru 12 mánuðir frá komu ökutækis til landsins
  • Innflytjandi skal dvelja hér á landi á sama tíma og hann nýtur tollfríðinda, þó er heimilt að dvelja erlendis í allt að 6 vikur á 12 mánaða tímabili
  • Ökutækið er til persónulegra nota fyrir innflytjanda og samferðamenn hans með fasta búsetu erlendis
  • Óheimilt er að nota ökutæki til fólks- eða vöruflutninga í atvinnuskyni
  • Verði ökutæki ekki flutt úr landi innan 12 mánaða falla tollfríðindi úr gildi og gjaldskylda stofnast

Ef innflytjandi kemur með fólksbifreið sem hann leigir af bílaleigu, skráðri í öðru landi, er einungis heimilt að vera með ökutækið í 42 daga í hvert sinn og aldrei lengur en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili.

Nánari upplýsingar má finna hér eða hafa samband við Skattinn.

Einnig fá finna nánari upplýsingar um skilyrði í tollalögum nr. 88/2005 og reglugerð nr. 630/2008 um ýmis tollfríðindi.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir