Íslensk skráningarmerki

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Íslensk skráningarmerki

Ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum má flytja aftur til Íslands án greiðslu aðflutningsgjalda, svo fremi að gjöld hafi ekki verið endurgreidd við útflutning eða unnið hafi verið við ökutækið erlendis. Ekki þarf að sækja um skráningu að nýju nema ökutækið hafi verið afskráð við brottför.

Ökutækið sem og farangur ferðamannsins og ferðamaðurinn sjálfur þarf að sæta almennri tollskoðun. Ef varningur er í ökutæki, sem flutt er til landsins, þarf að fylla út farangursyfirlýsingu, þetta á þó ekki við ef ferðamaður kemur sjálfur með ökutækið til landsins (með ferju).

Ferðamaður getur þurft að sýna fram á að varningur sem hann hefur meðferðis við komu til landsins uppfylli skilyrði fyrir tollfrelsi. Getur því verið ráðlegt fyrir hann að halda til haga reikningum vegna hluta sem keyptir eru í ferðinni þar með talda reikninga vegna breytinga eða viðgerða á bifreiðinni. Ennfremur getur verið mikilvægt að hann geti sýnt fram á að tiltekinn verðmætur hlutur sem hafður var með í ferð hafi verið fenginn hér á landi.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir