Reiðufé

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Reiðufé

Ferðamönnum sem hafa meðferðis 10.000 evrur eða jafnvirði í annarri mynt í peningum, ferðatékkum eða öðrum handhafabréfum við brottför eða komu til landsins ber að gera tollgæslunni á brottfarar- eða komustað grein fyrir því.

Tilgangurinn með þessari upplýsingaöflun er að koma í veg fyrir peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og baráttu gegn hryðjuverkum og annarri ógn sem steðjar að þvert á landamæri.

Tollgæslunni er heimilt að leggja hald á fjármuni ef grunur leikur á að þeir verði notaðir við brot gegn refsiákvæðum almennra hegningarlaga, samanber 162. grein tollalaga númer 88/2005. Eru slík mál afhent lögreglunni til meðferðar.

Sambærilegar reglur gilda í öllum helstu viðskiptalöndum Íslands.

Hvernig á að gera grein fyrir fjármununum?

Það er gert með því að fylla út eyðublaðið E-29 (pfd 194KB) prenta og afhenda tollgæslunni á brottfarar- eða komustað. Eyðublaðið er einnig hægt að nálgast hjá tollgæslunni.

 

Sjá einnig:

Upplýsingar um gjaldeyrismál á vef Seðlabanka Íslands

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir