Lifandi dýr, matvæli og plöntur
Ef flytja á inn eða út dýr, plöntur eða jafnvel hluti unna úr afurðum þeirra, þarf að hafa í huga að leyfi getur þurft til flutningsins eða hann verið bannaður. Upplýsingar um inn- og útflutning á plöntum, dýrum og matvælum er að finna hér að neðan.
Lifandi dýr
Ekki má flytja lifandi dýr til Íslands nema að fengnu leyfi Matvælastofnunar, enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum sem um slíkan innflutning eru sett.
Matvæli
Ferðamenn mega ekki flytja til Íslands kjöt- og mjólkurvörur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Sjá nánar á vef Matvælastofnunar.
Plöntur
Um inn- og útflutning á plöntum og plöntuafurðum gilda meðal annars Lög um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum nr. 51/1981 ásamt breytingu á þeim lögum nr. 59/1990 og Reglugerð nr. 189/1990, með síðari breytingum.
Framandi lífverur
Ef um er að ræða framandi lífverur þá þarf einnig leyfi Umhverfisstofnunar sbr. 63. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Nánari upplýsingar
- Breyting á innflutningi matvæla sem tók gildi 1. janúar 2020
- Um inn og útflutning á vörum, dýrum plöntum o.fl. úr dýra og jurtaríkinu á vef matvælastofnunar
- Laga og reglugerðasafn Matvælastofnunar
- Lög um náttúruvernd nr. 60/2013
- Hér eru upplýsingar um gildandi leyfi, bönn og undanþágur sem skráð eru í tollakerfi.